Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 21:00 Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30