Einn mesti tuddinn í deildinni sér nú um öryggi leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 George Parros lenti í mörgum slagsmálum inn á vellinum á ferlinum. Vísir/Getty Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann. Aðrar íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann.
Aðrar íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira