Lykilárangursmælikvarðar fyrir samfélagsmiðla Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun