Nýir markaðir Sigrún Jenný Barðadóttir skrifar 11. apríl 2018 07:00 Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Páskabókin mín í ár var Blue Ocean Shift; Beyond Competing, eftir W. Chan Kim og René Mauborgne, og hvort sem þú ert að byrja rekstur eða hefur verið lengi í rekstri þá gæti hugmyndafræði Blue Ocean ef til vill gagnast þér. Byrjaðu á að greina umhverfið. Er iðnaðurinn vaxandi, staðnaður eða fer hann minnkandi? Er hráefnisverð hærra eða lægra en áður? Eru samkeppnisaðilar að stækka við sig, koma með nýjar vörur á markað og línur, ráða nýtt fólk eða að segja upp starfsfólki? Er eftirspurnin vaxandi eða minnkandi? Blue Ocean tekur mið af fyrrnefndum áhrifaþáttum sem áætlun fyrirtækja markast af, en tekur þeim þó ekki sem gefnum heldur einsetur sér að móta þá og skapa þannig nýja markaði með skapandi lausnum. Hugmyndafræðin setur sér að búa til nýja eftirspurn, skapa nýjan markað þar sem samkeppnin er engin, og í raun stækka þannig heildarkökuna. Til að fyrirtæki vaxi verður að horfa til þeirra sem eru ekki viðskiptavinir. Hægt er að greina ekki viðskiptavini í þrjá hópa. Fyrsta stigs ekki neytendur sem eru til dæmis lítil fyrirtæki sem ákveða að vera enn án netverslunar. Annars stigs ekki neytendur eru til að mynda þeir sem ákveða að mála frekar stofuna eftir að hafa hugleitt veggfóður vel og vandlega. Þeir eru þá annars stigs ekki neytendur hjá veggfóðursfyrirtækjum. Þriðja stigs ekki neytendur gætu verið einstaklingar sem fara í banka og taka út pening til að greiða fyrir þjónustu og nota ekki greiðslukort. Þessi hópur er þá þriðja stigs ekki neytendur greiðslukortafyrirtækja. Eiga þessir hópar ekki neytenda við þitt fyrirtæki? Þeir eru alls ekki „allir aðrir“ eins og margir virðast álíta. Íslensk fyrirtæki hafa hag af því að skoða þetta því undanfarin ár hefur bæði verið veruleg fjölgun á ferðamönnum til landsins og aukinn áhugi á íslenskum vörum erlendis. Neytendahegðun Íslendinga er einnig að breytast, til að mynda með netverslun. Fyrir vikið má reikna með að fjölmörg tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki til að skoða hverjir eru ekki neytendur og vinna markvisst að því að ná til þessara neytenda.Höfundur er meðeigandi Eimverks Distillery og félagskona í FKA
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun