Þurrt þing Davíð Þorláksson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er sárasjaldan sem ég nenni að fylgjast með umræðum á Alþingi. Hápunktur hvers þings er stefnuræða forsætisráðherra sem tók síðast 16 mínútur. Fram fóru þrjár umferðir þar sem allir átta þingflokkarnir fengu að tala í þeim öllum. Níu mínútur í fyrstu umferð, fimm í annarri og fjórar í þriðju. Alls eru þetta tveir klukkutímar og 45 mínútur sem er bæði útvarpað og sjónvarpað. Umræðan náði ekki inn á lista yfir þá tíu dagskrárliði RÚV sem fengu mest áhorf þá vikuna, og skyldi engan undra. Stefnuræða ríkisstjórnar Bretlands, sem drottningin flytur fyrir hennar hönd, er minna en tíu mínútur. Í vikulegum fyrirspurnatíma forsætisráðherra Bretlands skiptast þingmenn á að spyrja hana stuttra hnitmiðaðra spurninga sem eru aldrei lengri en mínúta og yfirleitt styttri. Svörin eru að sama skapi líka stutt og alltaf styttri en mínúta. Allir tala úr sætum sínum sem flýtir fyrir og gerir umræðuna snarpari. Alls tekur 45 mínútur að fara yfir helstu mál vikunnar. Á Alþingi geta fyrirspurnir til ráðherra verið allt að þrjár mínútur og svörin fimm mínútur. Eru málefni 350.000 manna landsins Íslands virkilega svo flókin að þau kalli á miklu lengri umræður en í 66 milljóna landinu Bretlandi? Ef alþingismenn myndu tala úr sætum og stytta mál sitt um a.m.k. helming væri e.t.v. einhver von til þess að einhverjir nenntu að fylgjast með því sem fram fer án þess að það þurfi að bitna á gæðum umræðunnar. Ekki veitir af að kjósendur fylgist betur með því hvað þingmenn eru að gera.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar