Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 95-79 | Keflavík hélt sér á lífi Magnús Einþór Áskelsson skrifar 10. apríl 2018 20:45 Það var hart barist í kvöld. Vísir/Andri Marinó Kefavík unnu öruggann sigur á Val 95-78 í undanúrslitum Dominosdeildar kvenna í Keflavík í kvöld og minnkuðu því muninn í 1-2 í einvíginu. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og ætlaði greinleg að senda skýr skilaboð hvað væri framundan í Toyota-höllinni í kvöld. Heimkonur pressuð gestina stíft og uppskáru töluvert að auðveldum hraðaupphlaupskörfum en Valskonur héldu sig inní leiknum á sóknarfráköstum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 25-19 og máttu Valskonur vel við una. Í örðum leikhluta hægðist aðeins á leiknum, Valskonur byrjuðu að passa boltann betur og munurinn fjögur til sex stig. Keflavík tók sprett þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks og komust í tíu stiga forskot. Valskonur áttu síðast áhlaupið og staðan Í hálfleik 45-39. Þriðji leikhluti var eign Brittanny Dinkins sem skoraði tuttugu og tvö stig í leikhlutanum fyrir Keflavík. Valskonur náðu að jafna leikinn 54-54 þegar fjóra mínútur voru eftir af leikhlutanum en þá kom ótrúlegur kafli Keflavíkur en þær unnu næstu mínútur 18-2 og leiddu því, 70-56 eftir leikhlutann. Í fjórða leikhluta náðu Valskonur aldrei að ógna forskoti Keflavíkur að ráði en þær náðu mest muninum niður í tíu stig þegar um tvær mínútur voru eftir. Það var of seint og Keflavíkurkonur sigldu örggum sigri í höfn 95-78. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði stífa pressuvörn allann leikinn sem gaf þeim mörg auðveld stig á töfluna. Með þessu losnaði einnig um Brittanny Dinkins sem gat keyrt hratt upp völlinn sem var eitthvað sem Valur ræði illa við.Bestu menn vallarins Fyrir heimakonur var Brittanny Dinkins frábær en hún skoraði 40 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Thelma Dís Ágústdóttir var einnig öflug en hún skoraði 29 stig. Hjá Val var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir góð en hún skoraði 26 stig og tók 12 fráköst. Aalyah Whitside skoraði 21 stig.Tölfræði sem vakti athygli Keflavík stal 16 boltum í kvöld sem skiluðu margir hverjir auðveldum körfum. Þá var skotnýting Vals var ekki góð í þessum leik þá sérstaklega, tveggja stiga nýtingin en hún var aðeins 32% á móti 51% Keflavíkur Hvað gekk illa? Valskonur töpuðu mikið af boltum sem hleypti Brittanny Dinkins inní leikinn sem þær höfðu náð að halda nokkurn veginn niðri í fyrstu tveimur leikjunum.Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld.vísir/andri marinóDarri: Tvö góð lið að spila og annað þarf að tapa Darri Freyr Atlason þjálfari Vals sagði að þetta væri ekki flókið má, ef Brittanny Dinkins spilar vel fyrir Keflavík eiga þær mun meiri möguleika á sigri. Tapaðir boltar reyndustu liðinu dýrkeyptir en Darri fannst Keflavík fá fullmikið af auðveldum stigum eftir að hafa unnið boltann af liðinu. „Þetta er ekki flókinn stærðfræði. Brittanny skoraði 40 stig á 60 prósentum, þetta heldur bara áfram að vera satt ef Brittanny spilar vel þá á Keflvík töluverðann meiri möguleika að vinna,” sagði Darri. „Sextán stolnir boltar hjá Keflavík sem er ótrúlegt en þannig eru þær að fara í bakið á okkur og þannig er Brittanny að fá mikið af þessum stigum sem eru full auðveld en það eru bara fullt af hlutum sem við getum gert betur en í dag,“ sagði hann. Darri býst við sínu liði sterku á föstudagskvöldið en segir að raun og veru eru þetta bara tvö mjög góð lið að spila og annað þurfi að tapa. „Já auðvitað, þetta er bara tvö góð lið að spila og annað þarf að tapa og það er jafn satt og fyrir tvo fyrstu og verður um næsta,“ sagði hann.Brittanny var mögnuð í kvöld.vísir/andri marinóSverrir Þór Sverrisson: Allt í botni hjá okkur allann tímann Sverrir Þór Sverrisson þjáfari Keflavíkur var virkileg ánægður með barráttu og spilamennsku síns liðs í kvöld en Keflavíkurliðið sýndi mikla grimmd ekki síst í varnarleiknum. „Þetta var virklega flottur leikur hjá okkur allar klárar, börðust vel, spiluðu vel saman og allt í botni hjá okkur allann tímann. Góður sigur þannig að við erum ánægð með það og við erum búin að tryggja okkur fjórða leikinn sem við þurfum að vinna til að tryggja okkur aftur leik hér,“ sagði hann. Aðspurður hvort að sóknarfráköst Vals hafi ekki gert liðinu erfitt fyrir sagð Sverrir að það hafi lagast mikið eftir fyrsta leikhluta og barátta liðsins hafi skilað því að þegar upp var staðið skipti þetta ekki það miklu máli. „Það var að gera hlutina aðeins flóknari en við vorum að berjast mjög vel sem uppskar auðveldar körfur. Þær voru með ellefu sóknarfráköst í fyrsta leikhluta, það lagaðist mikið eftir það, þrjú í öðrum leikhluta og eitt í þriðja en svo hefur eitthvað bæst við í fjórða.” „Við þruftum að vinna það upp með baráttu inná vellinum og við spiluðum fína leik og náðum í sigur og við erum enn á lífi í keppninni,“ sagði hann. Um leikinn á föstudaginn sagði Sverrir að markmiðið væri skýrt að tryggja oddaleikinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. „ Þetta er náttúrlega tvö hörku lið og það lið sem hefur mætt tilbúnara hefur klárað leikina þannig að við einbeitum okkur að því að mæta af krafti í næsta leik og tryggja okkur oddaleik,“ sagði hann. Dominos-deild kvenna
Kefavík unnu öruggann sigur á Val 95-78 í undanúrslitum Dominosdeildar kvenna í Keflavík í kvöld og minnkuðu því muninn í 1-2 í einvíginu. Keflavík byrjaði leikinn af krafti og ætlaði greinleg að senda skýr skilaboð hvað væri framundan í Toyota-höllinni í kvöld. Heimkonur pressuð gestina stíft og uppskáru töluvert að auðveldum hraðaupphlaupskörfum en Valskonur héldu sig inní leiknum á sóknarfráköstum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 25-19 og máttu Valskonur vel við una. Í örðum leikhluta hægðist aðeins á leiknum, Valskonur byrjuðu að passa boltann betur og munurinn fjögur til sex stig. Keflavík tók sprett þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks og komust í tíu stiga forskot. Valskonur áttu síðast áhlaupið og staðan Í hálfleik 45-39. Þriðji leikhluti var eign Brittanny Dinkins sem skoraði tuttugu og tvö stig í leikhlutanum fyrir Keflavík. Valskonur náðu að jafna leikinn 54-54 þegar fjóra mínútur voru eftir af leikhlutanum en þá kom ótrúlegur kafli Keflavíkur en þær unnu næstu mínútur 18-2 og leiddu því, 70-56 eftir leikhlutann. Í fjórða leikhluta náðu Valskonur aldrei að ógna forskoti Keflavíkur að ráði en þær náðu mest muninum niður í tíu stig þegar um tvær mínútur voru eftir. Það var of seint og Keflavíkurkonur sigldu örggum sigri í höfn 95-78. Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði stífa pressuvörn allann leikinn sem gaf þeim mörg auðveld stig á töfluna. Með þessu losnaði einnig um Brittanny Dinkins sem gat keyrt hratt upp völlinn sem var eitthvað sem Valur ræði illa við.Bestu menn vallarins Fyrir heimakonur var Brittanny Dinkins frábær en hún skoraði 40 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Thelma Dís Ágústdóttir var einnig öflug en hún skoraði 29 stig. Hjá Val var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir góð en hún skoraði 26 stig og tók 12 fráköst. Aalyah Whitside skoraði 21 stig.Tölfræði sem vakti athygli Keflavík stal 16 boltum í kvöld sem skiluðu margir hverjir auðveldum körfum. Þá var skotnýting Vals var ekki góð í þessum leik þá sérstaklega, tveggja stiga nýtingin en hún var aðeins 32% á móti 51% Keflavíkur Hvað gekk illa? Valskonur töpuðu mikið af boltum sem hleypti Brittanny Dinkins inní leikinn sem þær höfðu náð að halda nokkurn veginn niðri í fyrstu tveimur leikjunum.Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld.vísir/andri marinóDarri: Tvö góð lið að spila og annað þarf að tapa Darri Freyr Atlason þjálfari Vals sagði að þetta væri ekki flókið má, ef Brittanny Dinkins spilar vel fyrir Keflavík eiga þær mun meiri möguleika á sigri. Tapaðir boltar reyndustu liðinu dýrkeyptir en Darri fannst Keflavík fá fullmikið af auðveldum stigum eftir að hafa unnið boltann af liðinu. „Þetta er ekki flókinn stærðfræði. Brittanny skoraði 40 stig á 60 prósentum, þetta heldur bara áfram að vera satt ef Brittanny spilar vel þá á Keflvík töluverðann meiri möguleika að vinna,” sagði Darri. „Sextán stolnir boltar hjá Keflavík sem er ótrúlegt en þannig eru þær að fara í bakið á okkur og þannig er Brittanny að fá mikið af þessum stigum sem eru full auðveld en það eru bara fullt af hlutum sem við getum gert betur en í dag,“ sagði hann. Darri býst við sínu liði sterku á föstudagskvöldið en segir að raun og veru eru þetta bara tvö mjög góð lið að spila og annað þurfi að tapa. „Já auðvitað, þetta er bara tvö góð lið að spila og annað þarf að tapa og það er jafn satt og fyrir tvo fyrstu og verður um næsta,“ sagði hann.Brittanny var mögnuð í kvöld.vísir/andri marinóSverrir Þór Sverrisson: Allt í botni hjá okkur allann tímann Sverrir Þór Sverrisson þjáfari Keflavíkur var virkileg ánægður með barráttu og spilamennsku síns liðs í kvöld en Keflavíkurliðið sýndi mikla grimmd ekki síst í varnarleiknum. „Þetta var virklega flottur leikur hjá okkur allar klárar, börðust vel, spiluðu vel saman og allt í botni hjá okkur allann tímann. Góður sigur þannig að við erum ánægð með það og við erum búin að tryggja okkur fjórða leikinn sem við þurfum að vinna til að tryggja okkur aftur leik hér,“ sagði hann. Aðspurður hvort að sóknarfráköst Vals hafi ekki gert liðinu erfitt fyrir sagð Sverrir að það hafi lagast mikið eftir fyrsta leikhluta og barátta liðsins hafi skilað því að þegar upp var staðið skipti þetta ekki það miklu máli. „Það var að gera hlutina aðeins flóknari en við vorum að berjast mjög vel sem uppskar auðveldar körfur. Þær voru með ellefu sóknarfráköst í fyrsta leikhluta, það lagaðist mikið eftir það, þrjú í öðrum leikhluta og eitt í þriðja en svo hefur eitthvað bæst við í fjórða.” „Við þruftum að vinna það upp með baráttu inná vellinum og við spiluðum fína leik og náðum í sigur og við erum enn á lífi í keppninni,“ sagði hann. Um leikinn á föstudaginn sagði Sverrir að markmiðið væri skýrt að tryggja oddaleikinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. „ Þetta er náttúrlega tvö hörku lið og það lið sem hefur mætt tilbúnara hefur klárað leikina þannig að við einbeitum okkur að því að mæta af krafti í næsta leik og tryggja okkur oddaleik,“ sagði hann.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti