Tomasz Marczynski er orðinn 34 ára gamall en ætlar sér stóra hluti í hjólreiðakeppnum sumarsins. Hann hefur unnið pólsku hjólreiðakeppnina þrisvar sinnum á ferlinum sem spannar nú meira en áratug.
Marczynski hefur verið að æfa í þrjár vikur í þunnu lofti til að gera sig tilbúinn fyrir átökin og Pólverjinn er sáttur við útkomuna.
Á myndinni má sjá þrútnar æðar sem líta út fyrir að séu að koma út úr húðinni. Þessir kraftmiklu kálfar munu fá nóg að gera þegar Marczynski hefur næstu keppni í Belgíu.
Marczynski birti mynd inn á Twitter þar sem sjá má hvernig lappirnar hans líta út eftir þessar þrjár vikur.
Three weeks in altitude done Looks like my legs are ready for ardens classics @Lotto_Soudal #goforitpic.twitter.com/yuKLJvnuhx
— Tomasz Marczyński (@TMarczynski) April 6, 2018
Við þetta tækifæri er í lagi að rifja upp myndina sem landi hans Pawel Poljanski setti inn á Instagram eftir keppni í Tour de France í fyrra en hana má sjá hér fyrir neðan.
After sixteen stages I think my legs look little tired #tourdefrance
A post shared by Paweł Poljański (@p.poljanskiofficial) on Jul 18, 2017 at 10:04am PDT