Norðurslóðir í öndvegi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun