Söknuður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun