NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Vísir/GVA Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“ Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“
Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00