Meðal annars verður konum á deildum Landspítalans forgangsraðað eftir bráðleika. Mæður eiga að hafa samband við sína heilsugæslustöð eftir útskrift af spítalanum. Við heilsufarsvanda hjá móður eftir útskrift á hún að leita til vaktþjónustu heilsugæslunnar. Nýburar eiga að koma þriggja daga gamlir á göngudeild Barnaspítala Hringsins.
Sjá einnig: Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli
Sett verður upp móttaka með nýburalækni, ljósmóður, sjúkraliða og lífeindafræðingi. Nýburar verða skoðaðir, vigtaðir og metnir. „Ef talin er þörf á endurkomu nýburans kemur barnið einnig í skoðun fimm daga gamalt,“ segir í frétt Landspítalans.