Pólitísk höft Hörður Ægisson skrifar 27. apríl 2018 10:00 Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Kaup Guðmundar í Brimi á 34 prósenta hlut í HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð í Kauphöllina, fyrir 22 milljarða sæta tíðindum. Þótt þau séu ein stærstu verðbréfaviðskipti eftirhrunsáranna þá gæti kaupverðið orðið allt að 65 milljarðar ef aðrir hluthafar samþykkja yfirtökutilboð sem Brimi ber skylda til að leggja fram. Sú niðurstaða er hins vegar ólíkleg. Ljóst þykir að lífeyrissjóðirnir, sem eiga samanlagt um 44 prósent í HB Granda, eru síður áhugasamir um að félagið hverfi af markaði enda er eignarhald þeirra á HB Granda í raun eina leiðin fyrir sjóðina til að hafa aðkomu að einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar. Sú staðreynd skiptir máli með hliðsjón af þeim takmörkuðu fjárfestingatækifærum sem þeim standa til boða innanlands. Eftir að hafa búið við eindæma góð rekstrarskilyrði eftir fall fjármálakerfisins, þar sem mikill hagnaður gaf sjávarútvegsfyrirtækjum færi á að greiða hratt niður skuldir og styrkja eiginfjárstöðu sína, hefur staðan snúist við síðustu árin. Afkoman farið versnandi og samkeppnishæfnin þverrandi. Kaup Brims á ráðandi hlut í HB Granda gæti styrkt stöðu fyrirtækjanna í þessu krefjandi rekstrarumhverfi, ekki hvað síst í sameiginlegu sölustarfi á erlendum mörkuðum, sem gæti þannig skilað sér í hærra verði fyrir afurðir sjávarútvegsfélaganna. Þá binda sumir vonir við að fjárfesting Brims gæti verið upptakturinn að því að félagið fari einnig á markað í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er af sem áður var þegar nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru skráð á markað um síðustu aldamót. Slík þróun væri eftirsóknarverð. Með fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í dreifðri eigu fjárfesta, lífeyrissjóða og almennings, sem væri mögulega til þess fallið að skapa meiri sátt um þessa grundvallaratvinnugrein, ætti að sama skapi að vera meiri ástæða en ella til að endurskoða tólf prósenta kvótaþakið. Kjartan Ólafsson, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins Markó Partners, bendir réttilega á það í samtali við Markaðinn í vikunni að vaxtarmöguleikar HB Granda og fleiri sjávarútvegsfyrirtækja, sem eru í námunda við kvótaþakið, séu afar takmarkaðir. Íslenskar útgerðir, sem eiga í alþjóðlegri samkeppni, eru litlar í hinu stóra samhengi og til lengri tíma þurfa fyrirtækin að finna leiðir til að ná fram meiri stærðarhagkvæmni. „Ef við getum sammælst um mikilvægi þess að arðsemi auðlindarinnar verði hámörkuð,“ útskýrir Kjartan, „þá hljótum við að þurfa að ræða þær stærðartakmarkanir – fílinn í herberginu – sem hafa verið festar í lög. Það er óhjákvæmilegt.“ Undir þau orð skal tekið. Þótt slíkar stærðartakmarkanir séu víðast hvar í löndunum í kringum okkur þá eru þær hvergi eins takmarkandi og hér á landi, og skiptir þá engu hvort litið er til Færeyja, Noregs, Bandaríkjanna eða Kanada. Sjávarútvegurinn er besta dæmið um atvinnugrein á Íslandi sem hefur tekist, einkum vegna hins hagkvæma fyrirkomulags fiskveiða, að ná mikilli framleiðni vinnuafls og fjárfestingar. Það er hins vegar hægt að gera enn betur. Pólitísk höft hafa staðið í vegi fyrir frekari framþróun sjávarútvegsins. Því verður að breyta.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun