Lundalíf Líf Magneudóttir skrifar 26. apríl 2018 09:16 Nýlega bárust þær dapurlegu fréttir að alþjóðasamtök fuglaverndarfélaga hefðu sett lundann á válista fuglategunda sem væru í bráðri útrýmingahættu. Þetta eru grafalvarlegar fréttir fyrir okkur Íslendinga, því nærri 60% af lundastofninum verpir á Íslandi. Okkur ber því skylda til að varðveita þennan fallega fugl og varpstöðvar hans.Einstakt varpland innan borgarmarka Á síðustu árum hefur lundinn orðið óopinber einkennisfugl Íslands, fulltrúi náttúrufegurðarinnar sem dregur milljónir ferðamanna til landsins. Tugþúsundir ferðamanna fara í lundaskoðunarferðir á sundunum við Reykjavík. Í borgarlandinu er nefnilega að finna stórar lundabyggðir. Talið er að í Akurey verpi um 19.000 lundapör og í Engey verpi um 8.500 pör. Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum gerir það eyjarnar að mikilvægum varpstöðvum lundans. Í upphafi yfirstandandi kjörtímabils samþykkti Umhverfisráð að Akurey skyldi friðuð. Fréttir af því að lundinn sé á válista ættu því að hringja viðvörunarbjöllum: Friðlýsing Akureyjar þolir enga bið!Fjölgum friðlýstum svæðum í borginni Verndun Akureyjar er mikilvægt skref til þess að fjölga friðlýstum svæðum í borgarlandinu. Á alþjóðlegan mælikvarða eigum við í Reykjavík mjög mikið af friðlýstum svæðum á hvern íbúa. Við verðum að standa vörð um þessa nálægð við náttúruna, enda er hún ein mikilvægasta sérstaða Reykjavíkur. Í því sambandi höfum við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði lagt áherslu á að á næsta kjörtímabili verð ráðist í metnaðarfullar aðgerðir til þess að stækka friðlýst svæði innan borgarinnar, auka við núverandi svæði, bæta aðgengi og umgengni og koma upp nýjum upplýsingaskiltum til að fræða aðkomufólk og innfædda um náttúruna og sögu borgarlandsins.Borgarfriðland frá heiðum út á sundin Reykjavík á að stefna að því að tengja net slíkra verndaðra svæða saman í eitt stórt borgarfriðland sem myndi teygja sig ofan af heiðum og út á sundin. Slíkt friðland er mikilvægt til þess að varðveita þá ómetanlegu náttúru sem er steinsnar frá íbúum höfuðborgarinnar. Það tryggir að þeir hafi aðgang að útivistarmöguleikum í framtíðinni en væri einnig mikilvæg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Reykjavíkur. Umfram allt er það þó skylda okkar við lífríki jarðar og komandi kynslóðir að varðveita og vernda líffræðilega fjölbreytni og náttúruna. Íbúar Reykjavíkur eru umkringdir einstökum náttúruperlum og er Akurey ein þeirra. Þar líta dagsins ljós þúsundir lundaunga á ári hverju. Sýnum í verki að okkur þykir vænt um náttúruna og dýralífið sem hana prýðir og friðum Akurey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust þær dapurlegu fréttir að alþjóðasamtök fuglaverndarfélaga hefðu sett lundann á válista fuglategunda sem væru í bráðri útrýmingahættu. Þetta eru grafalvarlegar fréttir fyrir okkur Íslendinga, því nærri 60% af lundastofninum verpir á Íslandi. Okkur ber því skylda til að varðveita þennan fallega fugl og varpstöðvar hans.Einstakt varpland innan borgarmarka Á síðustu árum hefur lundinn orðið óopinber einkennisfugl Íslands, fulltrúi náttúrufegurðarinnar sem dregur milljónir ferðamanna til landsins. Tugþúsundir ferðamanna fara í lundaskoðunarferðir á sundunum við Reykjavík. Í borgarlandinu er nefnilega að finna stórar lundabyggðir. Talið er að í Akurey verpi um 19.000 lundapör og í Engey verpi um 8.500 pör. Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum gerir það eyjarnar að mikilvægum varpstöðvum lundans. Í upphafi yfirstandandi kjörtímabils samþykkti Umhverfisráð að Akurey skyldi friðuð. Fréttir af því að lundinn sé á válista ættu því að hringja viðvörunarbjöllum: Friðlýsing Akureyjar þolir enga bið!Fjölgum friðlýstum svæðum í borginni Verndun Akureyjar er mikilvægt skref til þess að fjölga friðlýstum svæðum í borgarlandinu. Á alþjóðlegan mælikvarða eigum við í Reykjavík mjög mikið af friðlýstum svæðum á hvern íbúa. Við verðum að standa vörð um þessa nálægð við náttúruna, enda er hún ein mikilvægasta sérstaða Reykjavíkur. Í því sambandi höfum við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði lagt áherslu á að á næsta kjörtímabili verð ráðist í metnaðarfullar aðgerðir til þess að stækka friðlýst svæði innan borgarinnar, auka við núverandi svæði, bæta aðgengi og umgengni og koma upp nýjum upplýsingaskiltum til að fræða aðkomufólk og innfædda um náttúruna og sögu borgarlandsins.Borgarfriðland frá heiðum út á sundin Reykjavík á að stefna að því að tengja net slíkra verndaðra svæða saman í eitt stórt borgarfriðland sem myndi teygja sig ofan af heiðum og út á sundin. Slíkt friðland er mikilvægt til þess að varðveita þá ómetanlegu náttúru sem er steinsnar frá íbúum höfuðborgarinnar. Það tryggir að þeir hafi aðgang að útivistarmöguleikum í framtíðinni en væri einnig mikilvæg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Reykjavíkur. Umfram allt er það þó skylda okkar við lífríki jarðar og komandi kynslóðir að varðveita og vernda líffræðilega fjölbreytni og náttúruna. Íbúar Reykjavíkur eru umkringdir einstökum náttúruperlum og er Akurey ein þeirra. Þar líta dagsins ljós þúsundir lundaunga á ári hverju. Sýnum í verki að okkur þykir vænt um náttúruna og dýralífið sem hana prýðir og friðum Akurey.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun