Lýðheilsan og samþætt meðferð Guðrún Gyða Ölvisdóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur til nokkurra ára unnið að því að kynna og kalla eftir umræðu, rannsókn og fræðslu um það sem hér á landi hefur verið kallað viðbótar- og óhefðbundnar meðferðir. Ábending er að gagnreyndar viðbótarmeðferðir verði valkostur sem stendur til boða í heilbrigðisþjónustunni og kallaðar samþættar meðferðir. Þegar við tölum um samþættar meðferðir í hjúkrunar- og læknisþjónustu erum við að tala um meðferðir sem NCCH (National center for complementary and integrative health) segir að sé samsafn meðferða sem bæta heilsu fólks og auka vellíðan. Gróf skipting er í tvo flokka, annars vegar flokkur sem byggir á tengslum hugar og líkama, dæmi: slökun, dáleiðsla, djúpöndun, tónlistarmeðferð, nudd, svæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, orkumeðferðir, reiki, nálastungur, læknandi snerting. Hins vegar lífrænar meðferðir, dæmi: fæðubótarefni sem innihalda náttúruleg innihaldsefni, jurtir, ilmkjarnaolíur og olíur unnar á náttúrulegan hátt t.d. úr fiski. Samþættar meðferðir eru mjög mikilvægar fyrir lýðheilsu. Sem dæmi þá höfum við heyrt miklar umræður um sterk verkjalyf, ópíumlyf, sem orsaka fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum og tugir hér á landi hafa líka látið lífið vegna þeirra. Það er eðlislægt að vilja forðast sársauka og finna vellíðan en í staðinn fyrir skyndilausnir með að gefa lyf gæti kosturinn verið að nota samþættar meðferðir til að bæta heilsu og auka vellíðan. Nota skaðminni verkjalyf: slökun, nudd, hugræna og líkamlega þjálfun. Viðbótarmeðferðir eru jákvæðar fyrir lýðheilsu, þar er hollusta í fæðu og náttúruleg fæðubótarefni mikilvæg. Rannsóknir sýna að hægt er að minnka streitu, lækka háan blóðþrýsting, draga úr bólgum, verkjum og ógleði, vinna með geðræn einnkenni, þunglyndi, kvíða og auka vellíðan, lífsgæði, bæta svefn og hamingju. Við framleiðslu kemískra efna í lækningarskyni verður oft mikil mengun. Sterkur þáttur í lýðheilsu er að fyrirbyggja og að hver einstaklingur taki ábyrgð á sínu heilbrigði. Með notkun gagnreyndra vibótarmeðferða er ekki verið að nota kemísk efni, sem geta spillt bæði heilsu og umhverfi. Allar meðferðir sem notaðar er í heilbrigðisþjónustu skulu byggðar á gagnreyndum rannsóknum sem styðja við að notkun þeirra sé fyrirbyggjandi, lækni sjúkdóma og veiti vellíðan.Viðsnúningur Áður en skipulögð heilbrigðisþjónusta og menntun heilbrigðisstarfsfólks átti sér stað voru forfeður okkar að nota ýmsar aðferðir til að viðhalda heilbrigði og lækna mein. Þeir notuðu jurtir og aðferðir sem byggðu á tengslum hugar og líkama og báru mikla virðingu fyrir náttúrunni. Síðan kom hátæknin til sögunnar og efnafræðilega tilbúin lyf, fólk trúði að þar væri komin lausn á heilbrigðisvandamálum og eftirspurn eftir náttúrulegum viðbótarmeðferðum fór minnkandi. Viðbótameðferðir voru nefndar kukl af sumum lærðum mönnum sem ekki sáu ávinning með notkun þeirra. Þessar meðferðir voru jafnvel álitnar stórhættulegar þar sem ekki voru til rannsóknir til að styðja þær. En nú er orðinn viðsnúningur, margar þessara viðbótarmeðferðir hafa verið rannsakaðar og sýnt gagnsemi sína, jafnframt sem fólk hefur gert sér grein fyrir að hátækni og lyf eru ekki alltaf lausnir í veikindum. Eftirspurn eftir viðbótarmeðferðum hefur aukist hér á landi. Rúnar Vilhjálmsson hefur sýnt fram á í rannsóknum að af fólki sem var á aldrinum 18-75 ára og átti við veikindi að stríða voru 31,8% sem leituðu viðbótarlækninga árið 2007, árið 2015 var þessi tala komin upp í 47,9%. Allar stéttir notfærðu sér þessar meðferðir. Algengast var að fólk var að nota óhefðbundna þjónustu í viðbót við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Það er því sýnilegt ákall neytenda um að notaðar séu samþættar meðferðir. Í grein minni Hefðbundin eða óhefðbundin meðferð árið 2015 kallaði ég eftir því að stjórnvöld mótuðu stefnu í notkun gagnreyndra, samþættra meðferða innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, að fræðsla, þekking og tækifæri væru aukin. Þannig getum við fyrirbyggt að vera þjóð sem notar mest af verkjalyfjum, sýklalyfjum og geðlyfjum, í að vera þjóð sem nær að tileinka sér heilbrigðari lífshætti og hamingju. Það er líka tímabært að auka þjónustukannanir í heilbrigðisþjónustu, heyra raddir neytenda og aðlaga faglega þekkingu að því sem neytandinn kallar eftir. Þannig ætti þjónustan að verða skilvirkari, árangursríkari og skila okkur betri lýðheilsu.Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, í stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð Fíh Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur til nokkurra ára unnið að því að kynna og kalla eftir umræðu, rannsókn og fræðslu um það sem hér á landi hefur verið kallað viðbótar- og óhefðbundnar meðferðir. Ábending er að gagnreyndar viðbótarmeðferðir verði valkostur sem stendur til boða í heilbrigðisþjónustunni og kallaðar samþættar meðferðir. Þegar við tölum um samþættar meðferðir í hjúkrunar- og læknisþjónustu erum við að tala um meðferðir sem NCCH (National center for complementary and integrative health) segir að sé samsafn meðferða sem bæta heilsu fólks og auka vellíðan. Gróf skipting er í tvo flokka, annars vegar flokkur sem byggir á tengslum hugar og líkama, dæmi: slökun, dáleiðsla, djúpöndun, tónlistarmeðferð, nudd, svæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, orkumeðferðir, reiki, nálastungur, læknandi snerting. Hins vegar lífrænar meðferðir, dæmi: fæðubótarefni sem innihalda náttúruleg innihaldsefni, jurtir, ilmkjarnaolíur og olíur unnar á náttúrulegan hátt t.d. úr fiski. Samþættar meðferðir eru mjög mikilvægar fyrir lýðheilsu. Sem dæmi þá höfum við heyrt miklar umræður um sterk verkjalyf, ópíumlyf, sem orsaka fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum og tugir hér á landi hafa líka látið lífið vegna þeirra. Það er eðlislægt að vilja forðast sársauka og finna vellíðan en í staðinn fyrir skyndilausnir með að gefa lyf gæti kosturinn verið að nota samþættar meðferðir til að bæta heilsu og auka vellíðan. Nota skaðminni verkjalyf: slökun, nudd, hugræna og líkamlega þjálfun. Viðbótarmeðferðir eru jákvæðar fyrir lýðheilsu, þar er hollusta í fæðu og náttúruleg fæðubótarefni mikilvæg. Rannsóknir sýna að hægt er að minnka streitu, lækka háan blóðþrýsting, draga úr bólgum, verkjum og ógleði, vinna með geðræn einnkenni, þunglyndi, kvíða og auka vellíðan, lífsgæði, bæta svefn og hamingju. Við framleiðslu kemískra efna í lækningarskyni verður oft mikil mengun. Sterkur þáttur í lýðheilsu er að fyrirbyggja og að hver einstaklingur taki ábyrgð á sínu heilbrigði. Með notkun gagnreyndra vibótarmeðferða er ekki verið að nota kemísk efni, sem geta spillt bæði heilsu og umhverfi. Allar meðferðir sem notaðar er í heilbrigðisþjónustu skulu byggðar á gagnreyndum rannsóknum sem styðja við að notkun þeirra sé fyrirbyggjandi, lækni sjúkdóma og veiti vellíðan.Viðsnúningur Áður en skipulögð heilbrigðisþjónusta og menntun heilbrigðisstarfsfólks átti sér stað voru forfeður okkar að nota ýmsar aðferðir til að viðhalda heilbrigði og lækna mein. Þeir notuðu jurtir og aðferðir sem byggðu á tengslum hugar og líkama og báru mikla virðingu fyrir náttúrunni. Síðan kom hátæknin til sögunnar og efnafræðilega tilbúin lyf, fólk trúði að þar væri komin lausn á heilbrigðisvandamálum og eftirspurn eftir náttúrulegum viðbótarmeðferðum fór minnkandi. Viðbótameðferðir voru nefndar kukl af sumum lærðum mönnum sem ekki sáu ávinning með notkun þeirra. Þessar meðferðir voru jafnvel álitnar stórhættulegar þar sem ekki voru til rannsóknir til að styðja þær. En nú er orðinn viðsnúningur, margar þessara viðbótarmeðferðir hafa verið rannsakaðar og sýnt gagnsemi sína, jafnframt sem fólk hefur gert sér grein fyrir að hátækni og lyf eru ekki alltaf lausnir í veikindum. Eftirspurn eftir viðbótarmeðferðum hefur aukist hér á landi. Rúnar Vilhjálmsson hefur sýnt fram á í rannsóknum að af fólki sem var á aldrinum 18-75 ára og átti við veikindi að stríða voru 31,8% sem leituðu viðbótarlækninga árið 2007, árið 2015 var þessi tala komin upp í 47,9%. Allar stéttir notfærðu sér þessar meðferðir. Algengast var að fólk var að nota óhefðbundna þjónustu í viðbót við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Það er því sýnilegt ákall neytenda um að notaðar séu samþættar meðferðir. Í grein minni Hefðbundin eða óhefðbundin meðferð árið 2015 kallaði ég eftir því að stjórnvöld mótuðu stefnu í notkun gagnreyndra, samþættra meðferða innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, að fræðsla, þekking og tækifæri væru aukin. Þannig getum við fyrirbyggt að vera þjóð sem notar mest af verkjalyfjum, sýklalyfjum og geðlyfjum, í að vera þjóð sem nær að tileinka sér heilbrigðari lífshætti og hamingju. Það er líka tímabært að auka þjónustukannanir í heilbrigðisþjónustu, heyra raddir neytenda og aðlaga faglega þekkingu að því sem neytandinn kallar eftir. Þannig ætti þjónustan að verða skilvirkari, árangursríkari og skila okkur betri lýðheilsu.Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, í stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð Fíh
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun