Skipaður verjandi Sindra segir handtökuna hafa verið afar einkennilega Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2018 14:45 Skipuðum verjanda Sindra Þórs fannst skrýtið að heyra hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra í jafn fjölmennri borg og Amsterdam. Vísir/Getty Skipaður verjandi Sindra Þór Stefánssonar í Hollandi gagnrýndi handtökuna á Sindra í Amsterdam sem varð til þess að dómarinn í málinu ákvað að óska eftir frekari gögnum í málinu til að geta tekið ákvörðun hvort hann myndi úrskurða Sindra í gæsluvarðhald. Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam síðdegis í gær þar sem dómarinn ákvað að úrskurða Sindra Þór í sólarhrings gæsluvarðhald svo dómarinn fengi tíma til að fá gögn frá saksóknara er varða handtöku Sindra og á hvaða lagalegu forsendu hún var framkvæmd.Michiel Kuyp er skipaður verjandi Sindra í HollandiVill meina að ákvörðun dómara hafi verið óvenjuleg Michiel Kuyp er skipaður verjandi Sindra í Hollandi. Hann segir það afar óvenjulegt, í málum þar sem dómari ákveður hvort einhver eigi að sæta gæsluvarðhaldi, að dómari skipi saksóknara að afla frekari gagna um handtökuna. „Venjulega í svona málum ákveður dómarinn um leið hvort einhver verði hnepptur í gæsluvarðhald eða ekki, í þessu máli sagði dómarinn að verjandinn hefði nokkuð til síns máls og afla þyrfti frekari gagna um handtökuna og á hvaða lagalegum grundvelli hún var framkvæmd,“ segir Kuyp í samtali við Vísi. Hann segist hafa gagnrýnt að það virðist ekki hafa legið fyrir á hvaða lagalegu forsendu Sindri var handtekinn. „Hann var handtekinn vegna evrópskrar handtökuskipunar en Ísland er ekki hluti af því ferli. Það var eitt af meginatriðunum,“ segir Kuyp.Segir ekki á hreinu hvað vitnið vissi Þá vill hann meina að ekki sé á hreinu hvað vitnið, sem benti lögreglu á Sindra, vissi á þeim tímapunkti sem það ræddi við lögregluna. Hann segir það hafa vakið athygli sína þegar hann las gögnin að lögregla virtist hafa mun meiri upplýsingar um Sindra en vitnið virðist hafa gefið upp. „Það skiptir ekki máli en það vakti athygli mína þegar ég sá gögnin. Það var frekar skrýtið og ég nefndi það líka. Það voru nokkur önnur atriði sem voru skringileg varðandi þetta mál. Samblanda af því varð þess valdandi að dómarinn ákvað að taka sér frest í gær.“Hin fræga gata Damrak en í bakgrunni má sjá lestarstöðina í miðborg Amsterdam.Vísir/GettyGrunar aðkomu íslenskra lögreglumanna Kuyp segist gruna að lögreglumenn á Íslandi hafi eitthvað haft með handtöku Sindra að gera í Amsterdam, sem væri ólöglegt ef rétt reynist. „Ég hef engar sannanir fyrir því en það gæti vel verið. Ég reyndi ekki að finna sannanir fyrir því, því það skiptir ekki máli fyrir mál hans hér í Hollandi. Hollenski dómarinn var einungis að velta fyrir hvort framselja á Sindra eða ekki,“ segir Kuyp. Spurður hvort að Sindri sjálfur haldi því fram að lögreglumenn frá Íslandi hafi elt hann til Amsterdam segist Kuyp ekki vita það. Sindri hafi ekki haldið þessu fram við hann, heldur hafi þessi grunur Kyup vaknað við lestur gagna málsins.Finnst óvenjulegt hve fljótt Sindri fannst Hann vill meina að handtakan hafi verið einkennileg. „Hún var fremur snögg, og það er eitt af því sem er einkennilegt. Það voru aðrir hlutir sem voru einnig einkennilegir, en þeir eru bundnir trúnaði,“ segir Kuyp. Hann segir það afar óvenjulegt hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra eftir að vitni hafði gefið upplýsingar um hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk vitnið inn á lögreglustöð í Amsterdam um klukkan sjö síðastliðið sunnudagskvöld. Sagðist vitnið hafa séð Sindra í miðborg Amsterdam og fóru tveir lögreglumenn að leita hans. Um klukkustund síðar höfðu þeir fundið Sindra í götunni Damrak.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirKuyp segir Amsterdam afar fjölmenna og þéttbýla borg. Um 813 þúsund manns búa í Amsterdam en um 4.900 manns eru á hvern ferkílómetra borgarinnar. Vill hann því meina að það sé frekar óvenjulegt að lögreglumennirnir tveir hafi verið svo lánsamir að finna Sindra svo fljótt eftir að vitnið hafði bent á hann.Sagðist ekki hafa reynt að fela sig Dómarinn tók sér því sólarhringsfrest í málinu en hitti Sindra aftur í dag og úrskurðaði hann í 19 daga gæsluvarðhald. Sindri lýsti því yfir að hann gerði enga athugasemd við framsal til Íslands og færi þangað sjálfviljugur. Kuyp sagði við Vísi fyrr í dag að saksóknari í Hollandi muni sjá um að koma Sindra til Íslands, og það muni gerast innan tuttugu daga.Það voru tveir lögreglumenn sem fundu Sindra, um klukkustund eftir að vitni hafði greint frá veru Sindra í Amsterdam.Vísir/GettySindri sagði við dómarann að hann hefði hvorki flúið Ísland né reynt að fela sig ytra. Hann hefði verið frjáls ferða sinna þegar hann yfirgaf Ísland. Þar hefði hann að eigin sögn verið beittur miklu ranglæti þegar honum var tilkynnt að hann væri frjáls ferða sinna en yrði handtekinn ef hann myndi yfirgefa fangelsið að Sogni. Hann hefði því ákveðið að yfirgefa landið til að geta sagt sína hlið, nú þegar hann væri búinn að því væri hann reiðubúinn að snúa aftur heim. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Sagði við dómara í Amsterdam að hann hefði hvorki flúið né reynt að fela sig. 25. apríl 2018 11:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Skipaður verjandi Sindra Þór Stefánssonar í Hollandi gagnrýndi handtökuna á Sindra í Amsterdam sem varð til þess að dómarinn í málinu ákvað að óska eftir frekari gögnum í málinu til að geta tekið ákvörðun hvort hann myndi úrskurða Sindra í gæsluvarðhald. Sindri Þór var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Amsterdam síðdegis í gær þar sem dómarinn ákvað að úrskurða Sindra Þór í sólarhrings gæsluvarðhald svo dómarinn fengi tíma til að fá gögn frá saksóknara er varða handtöku Sindra og á hvaða lagalegu forsendu hún var framkvæmd.Michiel Kuyp er skipaður verjandi Sindra í HollandiVill meina að ákvörðun dómara hafi verið óvenjuleg Michiel Kuyp er skipaður verjandi Sindra í Hollandi. Hann segir það afar óvenjulegt, í málum þar sem dómari ákveður hvort einhver eigi að sæta gæsluvarðhaldi, að dómari skipi saksóknara að afla frekari gagna um handtökuna. „Venjulega í svona málum ákveður dómarinn um leið hvort einhver verði hnepptur í gæsluvarðhald eða ekki, í þessu máli sagði dómarinn að verjandinn hefði nokkuð til síns máls og afla þyrfti frekari gagna um handtökuna og á hvaða lagalegum grundvelli hún var framkvæmd,“ segir Kuyp í samtali við Vísi. Hann segist hafa gagnrýnt að það virðist ekki hafa legið fyrir á hvaða lagalegu forsendu Sindri var handtekinn. „Hann var handtekinn vegna evrópskrar handtökuskipunar en Ísland er ekki hluti af því ferli. Það var eitt af meginatriðunum,“ segir Kuyp.Segir ekki á hreinu hvað vitnið vissi Þá vill hann meina að ekki sé á hreinu hvað vitnið, sem benti lögreglu á Sindra, vissi á þeim tímapunkti sem það ræddi við lögregluna. Hann segir það hafa vakið athygli sína þegar hann las gögnin að lögregla virtist hafa mun meiri upplýsingar um Sindra en vitnið virðist hafa gefið upp. „Það skiptir ekki máli en það vakti athygli mína þegar ég sá gögnin. Það var frekar skrýtið og ég nefndi það líka. Það voru nokkur önnur atriði sem voru skringileg varðandi þetta mál. Samblanda af því varð þess valdandi að dómarinn ákvað að taka sér frest í gær.“Hin fræga gata Damrak en í bakgrunni má sjá lestarstöðina í miðborg Amsterdam.Vísir/GettyGrunar aðkomu íslenskra lögreglumanna Kuyp segist gruna að lögreglumenn á Íslandi hafi eitthvað haft með handtöku Sindra að gera í Amsterdam, sem væri ólöglegt ef rétt reynist. „Ég hef engar sannanir fyrir því en það gæti vel verið. Ég reyndi ekki að finna sannanir fyrir því, því það skiptir ekki máli fyrir mál hans hér í Hollandi. Hollenski dómarinn var einungis að velta fyrir hvort framselja á Sindra eða ekki,“ segir Kuyp. Spurður hvort að Sindri sjálfur haldi því fram að lögreglumenn frá Íslandi hafi elt hann til Amsterdam segist Kuyp ekki vita það. Sindri hafi ekki haldið þessu fram við hann, heldur hafi þessi grunur Kyup vaknað við lestur gagna málsins.Finnst óvenjulegt hve fljótt Sindri fannst Hann vill meina að handtakan hafi verið einkennileg. „Hún var fremur snögg, og það er eitt af því sem er einkennilegt. Það voru aðrir hlutir sem voru einnig einkennilegir, en þeir eru bundnir trúnaði,“ segir Kuyp. Hann segir það afar óvenjulegt hversu fljótt lögreglumennirnir fundu Sindra eftir að vitni hafði gefið upplýsingar um hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk vitnið inn á lögreglustöð í Amsterdam um klukkan sjö síðastliðið sunnudagskvöld. Sagðist vitnið hafa séð Sindra í miðborg Amsterdam og fóru tveir lögreglumenn að leita hans. Um klukkustund síðar höfðu þeir fundið Sindra í götunni Damrak.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirKuyp segir Amsterdam afar fjölmenna og þéttbýla borg. Um 813 þúsund manns búa í Amsterdam en um 4.900 manns eru á hvern ferkílómetra borgarinnar. Vill hann því meina að það sé frekar óvenjulegt að lögreglumennirnir tveir hafi verið svo lánsamir að finna Sindra svo fljótt eftir að vitnið hafði bent á hann.Sagðist ekki hafa reynt að fela sig Dómarinn tók sér því sólarhringsfrest í málinu en hitti Sindra aftur í dag og úrskurðaði hann í 19 daga gæsluvarðhald. Sindri lýsti því yfir að hann gerði enga athugasemd við framsal til Íslands og færi þangað sjálfviljugur. Kuyp sagði við Vísi fyrr í dag að saksóknari í Hollandi muni sjá um að koma Sindra til Íslands, og það muni gerast innan tuttugu daga.Það voru tveir lögreglumenn sem fundu Sindra, um klukkustund eftir að vitni hafði greint frá veru Sindra í Amsterdam.Vísir/GettySindri sagði við dómarann að hann hefði hvorki flúið Ísland né reynt að fela sig ytra. Hann hefði verið frjáls ferða sinna þegar hann yfirgaf Ísland. Þar hefði hann að eigin sögn verið beittur miklu ranglæti þegar honum var tilkynnt að hann væri frjáls ferða sinna en yrði handtekinn ef hann myndi yfirgefa fangelsið að Sogni. Hann hefði því ákveðið að yfirgefa landið til að geta sagt sína hlið, nú þegar hann væri búinn að því væri hann reiðubúinn að snúa aftur heim. Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum. Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26 Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Sagði við dómara í Amsterdam að hann hefði hvorki flúið né reynt að fela sig. 25. apríl 2018 11:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í morgun. 25. apríl 2018 09:26
Sindri fer sjálfviljugur til Íslands Sagði við dómara í Amsterdam að hann hefði hvorki flúið né reynt að fela sig. 25. apríl 2018 11:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent