Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2018 13:30 Sindri var handtekinn í götunni Damrak, sem er á milli Konungashallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00