Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 09:49 Sindri Þór yfirgaf landið síðastliðinn þriðjudag en var handtekinn í Amsterdam í gær. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04