Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2018 00:04 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam. Instagram @haffilogi Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Hafþór Logi Hlynsson segir að mynd sem hann birti á Instagram af sér og Sindra Þór Stefánssyni, sem verið hefur á flótta undan lögregluyfirvöldum eftir flótta úr Fangelsinu Sogni aðfaranótt þriðjudags, sé stuðningsyfirlýsing við æskuvin sinn. Þeir Sindri Þór hafi verið bestu vinir frá því þeir voru níu eða tíu ára pjakkar á Sauðarkróki. Hafþór er árinu yngri en Sindri sem verður 32 á árinu. Sindri var handtekinn í Amsterdam í dag eftir sex daga á flótta undan íslenskum sem erlendum lögregluyfirvöldum. Talsmaður lögreglunnar í Amsterdam vildi ekki upplýsa Vísi um hvað hefði leitt til handtöku Sindra í dag. Sömu sögu var að segja um Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Ekki liggur því fyrir hvort hegðun á samfélagsmiðlum hafi komið lögreglu á sporið. Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli á þriðjudagsmorgun þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél.Lögreglan á Suðurnesjum Hugmyndin ekki að vera á flótta Hafþór Logi hefur mikla samúð með vini sínum og telur meðferð lögreglu á honum ekki hafa verið sanngjarna. „Eins og ég skil þetta þá var hann frjáls maður þegar hann yfirgaf landið. Það er búið að vera mikið hæp í kringum þetta en hugmyndin hans var aldrei að vera á flótta,“ segir Hafþór Logi í samtali við Vísi. Dósent í réttarfari hefur bent á að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldi lögreglu eftir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir Sindra rann út. Hafþór á líkt og Sindri Þór langan brotaferil að baki en brot hans eru vel á annan tug allt frá árinu 2002. Hann hlaut tveggja og hálfs árs fangelsl fyrir aðild að innflutningi á kókaíni frá Danmörku árið 2012. Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús Hlynur Birti myndina eftir handtökuna Hafþór var meðvitaður um að Sindri Þór hefði verið handtekinn í dag en sagði myndina þó ekki hafa verið tekna í dag. Hún væri „gömul“ en ekki svo gömul eins og Hafþór komst að orði. Hann hefði birt hana eftir handtökuna sem stuðning við vin sinn. Þá sagði hann þá Sindra Þór hafa oft verið saman í Amsterdam. „Ég þekki þetta mál ekki neitt,“ segir Hafþór sem segist hafa verið í Taílandi þegar það kom upp. Raunar hafi hann verið erlendis í lengri tíma. Hann segist í samtali við Vísi vera erlendis og af Instagram reikningi hans var hann kominn til Brussel í Belgíu í kvöld. Sindri Þór er sakaður um aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaverum á Íslandi. Virði þýfisins er talið nema á þriðja hundrað milljónum króna. Sindri Þór á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir aðild sína að þjófnaðinum verði hann fundinn sekur. Eigendur búnaðarins hafa heitið fundarlaunum hverjum þeim sem getur vísað á búnaðinn. Enn hafa engar gagnlegar vísbendingar borist lögreglu.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Segir mikilvægt að menn séu ekki frelsissviptir án heimildar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglinunni í dag. 21. apríl 2018 14:08
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar. 21. apríl 2018 07:00