Gini hvað? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar