Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Á vef Isavia kemur fram að í grennd Keflavíkurflugvallar á Miðnesheiði sé að finna eitt af stærri varplöndum sílamávs. Vísir/ANdri Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira