Norsk laxeldisfyrirtæki féllu í verði vegna áforma um auðlindagjöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:29 Fiskeldi í sjókvíum er atvinnugrein sem vaxið hefur hratt á Íslandi á síðustu árum. Frá sjókvíaeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira