Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:00 Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Sjá meira