Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:00 Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun