Lögbundin leiðindi Gunnlaugur Bragi Björnsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga er gjarnan rætt hvort Reykjavík eigi eingöngu að sinna lögbundnum verkefnum og hætta öllu öðru sem gjarnan er slegið upp sem „gæluverkefnum“. Lögbundin verkefni Reykjavíkurborgar eru sannarlega mikilvæg og jafnvel grunnforsenda hnökralausrar sambúðar borgarbúa. Verkefnunum þarf því augljóslega að sinna og það enn betur en áður hefur verið gert. Tækifærin til að bæta þjónustu gagnvart íbúum borgarinnar eru nefnilega fjölmörg. Þó verkefnin séu mikilvæg er ljóst að afþreyingar- og skemmtanagildi þeirra er takmarkað. Malbikun gatna, brunavarnir og úttektir heilbrigðiseftirlits verður seint skemmtiefni sem gefur lífinu í borginni lit. Það gera hins vegar skemmtileg verkefni á borð við borgar- og listahátíðir, skemmtanalíf, íþróttamót og svo framvegis. Við í Viðreisn viljum borg sem er gott, skemmtilegt og eftirsóknarvert að búa í. Fólk vill einfaldlega frekar búa í og heimsækja borg sem iðar af fjölbreyttu mannlífi. Þess vegna leggjum við áherslu á að Reykjavík laði til sín fleiri fjölbreytta viðburði, t.d. á sviði lista, íþrótta, nýsköpunar og hönnunar. Þess vegna ætlum við líka að einfalda og þjónustuvæða leyfisveitingar í borginni og þannig auðvelda hugmyndaríkum einstaklingum að koma hugmynd í framkvæmd, t.d. þeim sem vilja opna veitinga-, tónleika- eða skemmtistaði. Við erum líka opin fyrir frjálsari opnunartíma tónleika- og skemmtistaða fjarri íbúabyggð, t.d. á Grandanum sem er að byggjast upp sem blómlegt svæði lista, nýsköpunar, veitinga og skemmtana. Efling þeirrar þróunar á Grandanum er nefnilega raunhæf á komandi kjörtímabili á meðan loforð um uppbyggingu fjölda íbúða á sama svæði er í besta falli örvæntingarfull leið til að slá ryki í augu kjósenda. Viðreisn vill einfaldari, skemmtilegri og skilvirkari Reykjavík þar sem þjónusta við borgarbúa er í forgrunni. Við bjóðum fram krafta okkar því við vitum að ef rekstur borgarinnar er í traustum höndum er hægt að sinna svo mörgu fleiru en bara lögbundnum leiðindum. Svo einfalt er það.Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun