Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2018 10:00 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson þurfa að kljást við fjölda flokka um fylgið í höfuðborginni. Vísir „Það kemur á óvart hvað hún er ólík öðrum könnunum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, um könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Við sjáum þarna miklar sveiflur á fylgi en það er líka hátt hlutfall sem er ekki að svara. Annaðhvort eru miklar sveiflur á fylginu eða þá að fólk er ekki að gefa sig upp,“ bætir Eyþór við. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,4 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld. Þegar Fréttablaðið og frettabladid.is könnuðu fylgið 24. apríl síðastliðinn var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 30 prósent og hefur því misst verulegt fylgi á tæpum hálfum mánuði. Það yrði líka lakari árangur en í kosningunum árið 2014 þegar flokkurinn fékk 25,7 prósent.Sjá einnig: Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin mælist með 30,5 prósenta fylgi í könnuninni og bætir við sig tæpum fimm prósentustigum milli kannana. Flokkurinn nær þó ekki sama fylgi og í kosningunum 2014, þegar hann fékk 31,9 prósent gildra atkvæða upp úr kjörkössunum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lýsti ánægju með niðurstöðu könnunarinnar í samtali við Bylgjuna í gær. „Já, þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það séu að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum, þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ sagði Dagur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
„Það kemur á óvart hvað hún er ólík öðrum könnunum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, um könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Við sjáum þarna miklar sveiflur á fylgi en það er líka hátt hlutfall sem er ekki að svara. Annaðhvort eru miklar sveiflur á fylginu eða þá að fólk er ekki að gefa sig upp,“ bætir Eyþór við. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,4 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld. Þegar Fréttablaðið og frettabladid.is könnuðu fylgið 24. apríl síðastliðinn var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 30 prósent og hefur því misst verulegt fylgi á tæpum hálfum mánuði. Það yrði líka lakari árangur en í kosningunum árið 2014 þegar flokkurinn fékk 25,7 prósent.Sjá einnig: Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin mælist með 30,5 prósenta fylgi í könnuninni og bætir við sig tæpum fimm prósentustigum milli kannana. Flokkurinn nær þó ekki sama fylgi og í kosningunum 2014, þegar hann fékk 31,9 prósent gildra atkvæða upp úr kjörkössunum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lýsti ánægju með niðurstöðu könnunarinnar í samtali við Bylgjuna í gær. „Já, þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það séu að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum, þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ sagði Dagur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30