Vaskurinn – breytingar Vala Valtýsdóttir skrifar 9. maí 2018 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt.Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrirhugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagningar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svokallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on-demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þannig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD-leigum. Innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðisaukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskattskylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til innskatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðisaukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. Litið til OECD og ESB Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu viðskiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athugasemdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB.Höfundur er lögmaður og FKA-félagskona
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar