Að sækja vatnið yfir hafið Davíð Þorláksson skrifar 9. maí 2018 07:00 Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar