Setjum iðnnám í öndvegi Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. maí 2018 07:00 Gríðarleg eftirspurn er hér á landi eftir iðnmenntuðu starfsfólki. Á sama tíma erum við langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar ásókn í iðnnám. Þessi þróun hefur verið að eiga sér stað yfir langan tíma. Við höfum leyft okkur að vanrækja iðnnámið en ýta á sama tíma undir bóknám. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, nánar tiltekið í 24. grein, er kveðið á um að jafnvægi skuli vera á milli bók- og verklegs náms innan grunnskólanna. Þarna virðist víða pottur vera brotinn. Margir verknámskennarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þekkingarskorts nemenda í verklegum greinum þegar nemendur koma inn í framhaldsskólana. Nýverið mátti lesa viðtal við skólastjóra í Reykjavík sem hefur ákveðið að segja upp stöðu sinni vegna ómarkvissrar stefnu stjórnvalda í menntamálum. Margt af því sem þessi ágæti skólamaður nefnir á því miður við rök að styðjast. Okkur skortir stefnu og okkur skortir sýn. Hvernig ætlum við að bregðast við því hæfnimisræmi sem skapast hefur hér á landi milli þarfa atvinnulífsins og hæfni nemenda sem útskrifast? Samkvæmt nýlegri könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera meðal félagsmanna nefndi yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtæki þeirra þyrftu á fólki að halda með iðnmenntun. Ef við ætlum að byggja hér upp samkeppnishæft atvinnulíf verðum við að setja iðnnám í öndvegi og leggja aukna áherslu á kennslu verklegra greina í grunnskólum landsins. Við verðum að sjá til þess að það sé samfella í iðnnámi þannig að nemendur geti lokið námi á réttum tíma án hindrana. Atvinnulífið verður að taka á sig ábyrgð og bjóða iðnnemum námssamninga á vinnustöðum sínum þannig að tryggt sé að nemendur geti lokið sveinsprófi. Það er ljóst að við erum að gera eitthvað rangt á grunnskólastiginu varðandi námsáherslur. Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á kennslu verklegra greina allt frá 1. bekk grunnskóla sem gæti skilað iðnmenntuðu fagfólki sem atvinnulífið tekur fagnandi.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er hér á landi eftir iðnmenntuðu starfsfólki. Á sama tíma erum við langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar ásókn í iðnnám. Þessi þróun hefur verið að eiga sér stað yfir langan tíma. Við höfum leyft okkur að vanrækja iðnnámið en ýta á sama tíma undir bóknám. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, nánar tiltekið í 24. grein, er kveðið á um að jafnvægi skuli vera á milli bók- og verklegs náms innan grunnskólanna. Þarna virðist víða pottur vera brotinn. Margir verknámskennarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þekkingarskorts nemenda í verklegum greinum þegar nemendur koma inn í framhaldsskólana. Nýverið mátti lesa viðtal við skólastjóra í Reykjavík sem hefur ákveðið að segja upp stöðu sinni vegna ómarkvissrar stefnu stjórnvalda í menntamálum. Margt af því sem þessi ágæti skólamaður nefnir á því miður við rök að styðjast. Okkur skortir stefnu og okkur skortir sýn. Hvernig ætlum við að bregðast við því hæfnimisræmi sem skapast hefur hér á landi milli þarfa atvinnulífsins og hæfni nemenda sem útskrifast? Samkvæmt nýlegri könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera meðal félagsmanna nefndi yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtæki þeirra þyrftu á fólki að halda með iðnmenntun. Ef við ætlum að byggja hér upp samkeppnishæft atvinnulíf verðum við að setja iðnnám í öndvegi og leggja aukna áherslu á kennslu verklegra greina í grunnskólum landsins. Við verðum að sjá til þess að það sé samfella í iðnnámi þannig að nemendur geti lokið námi á réttum tíma án hindrana. Atvinnulífið verður að taka á sig ábyrgð og bjóða iðnnemum námssamninga á vinnustöðum sínum þannig að tryggt sé að nemendur geti lokið sveinsprófi. Það er ljóst að við erum að gera eitthvað rangt á grunnskólastiginu varðandi námsáherslur. Við þurfum að leggja mun meiri áherslu á kennslu verklegra greina allt frá 1. bekk grunnskóla sem gæti skilað iðnmenntuðu fagfólki sem atvinnulífið tekur fagnandi.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar