Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Hjónin Avi og Mushky Feldman með dætrum sínum, Chana og Batshev. Jewishiceland.com Rabbíninn Avi Feldman mun ásamt eiginkonu sinni Mushky og dætrum tveim flytjast til Íslands á sunnudaginn, með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Feldman-hjónin stofnuðu hópfjármögnunarsíðu fyrir flutningana og söfnuðust sex milljónir króna á aðeins hálfum sólarhring. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum stendur til að Avi verði fyrsti rabbíninn með fasta búsetu á Íslandi eftir að hafa verið kjörinn til þess í byrjun febrúar síðastliðins. Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborgin í Evrópu án rabbína eða bænastaðar fyrir gyðinga. Hingað til hefur verið flogið með rabbína sérstaklega til landsins til að þjónusta íslenska gyðingasamfélagið, sem í eru á þriðja hundrað manns, auk þúsunda ferðamanna. Rabbíninn Avi Feldman tilheyrir hinum strangtrúaða Chabad-söfnuði en í tölvupósti til stuðningsmanna og fylgjenda sem sendur var á sunnudagskvöld var tilkynnt að fjáröflun væri hafin fyrir flutninga fjölskyldunnar til Íslands. Takmarkið var að safna 50 þúsund bandaríkjadölum á sólarhring.Sjá einnig: Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu „Ísland er afskekkt eyja. Það er margt sem þarf að flytja inn og þar er dýrt að búa. Því leitum við til ykkar til að styrkja ferðalag okkar til Íslands og ná settu markmiði,“ segir í kynningu hópfjármögnunarinnar. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Aðeins rúmum 10 klukkustundum síðar barst áskrifendum fréttabréfs rabbínans tölvupóstur þess efnis að takmarkinu væri náð. Ríflega 50 þúsund dalir höfðu safnast, eða sem nemur rúmum fimm milljónum króna. Og stóð í sem nemur sex milljónum króna þegar þessi frétt var skrifuð. Þegar markinu var náð var stefnan sett á að ná 90 þúsund dölum, en enn liggur ekki fyrir hvort það hafi náðst. Á hópfjármögnunarsíðunni Charidy.com má sjá að ótal framlög bárust með skilaboðum og heillaóskum um gott gengi á Íslandi. Hæsta framlagið til söfnunarinnar hljóðaði upp á fjögur þúsund dali, rúmar 400 þúsund krónur. Fyrirkomulag söfnunarinnar var þannig að hverju framlagi var mætt með mótframlagi frá stuðningsaðilum verkefnisins. Segjast verður að aðferðin við fjármögnun flutninganna sé nýstárleg og athyglisvert hversu skamman tíma tók að safna svo hárri fjárhæð.Sjá einnig: Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman hefur lýst því yfir að hann muni leggja sín lóð á vogarskálarnar við að berjast gegn umskurðarfrumvarpinu svokallaða sem leggur til bann við umskurði drengja nema í læknisfræðilegum tilgangi. Frumvarpið, sem var lagt fram í byrjun janúar, hefur kallað fram heitar umræður en ríflega 130 umsagnir bárust þinginu frá bæði öflugum stuðningsmönnum og andstæðingum þess víðs vegar að úr heiminum. Tímasetning tilkynningar um að rabbíninn hefði verið skipaður fyrir Ísland var því ekki tilviljun og kom í raun í mesta fárinu í þjóðfélagsumræðunni um það. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar mun allsherjar- og menntamálanefnd ekki hleypa umskurðarfrumvarpinu til þinglegrar meðferðar og vísa því til ríkisstjórnar. Frumvarpið umdeilda lifir því áfram, þó örlög þess og bannsins við umskurði séu enn óráðin. Avi rabbíni fagnaði þessum áfangasigri á dögunum, en nú er hann spenntur fyrir yfirvofandi flutningum. „Við erum auðmjúk og full þakklætis í garð allra sem opnuðu hjörtu sín og hjálpuðu okkur að láta Íslandsdrauminn verða að veruleika,“ segja Feldman-hjónin í tilkynningu er þau sendu frá sér þegar hinu háleita 50 þúsunda dala markmiði var náð. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38 Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. 12. febrúar 2018 07:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Rabbíninn Avi Feldman mun ásamt eiginkonu sinni Mushky og dætrum tveim flytjast til Íslands á sunnudaginn, með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Feldman-hjónin stofnuðu hópfjármögnunarsíðu fyrir flutningana og söfnuðust sex milljónir króna á aðeins hálfum sólarhring. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum stendur til að Avi verði fyrsti rabbíninn með fasta búsetu á Íslandi eftir að hafa verið kjörinn til þess í byrjun febrúar síðastliðins. Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborgin í Evrópu án rabbína eða bænastaðar fyrir gyðinga. Hingað til hefur verið flogið með rabbína sérstaklega til landsins til að þjónusta íslenska gyðingasamfélagið, sem í eru á þriðja hundrað manns, auk þúsunda ferðamanna. Rabbíninn Avi Feldman tilheyrir hinum strangtrúaða Chabad-söfnuði en í tölvupósti til stuðningsmanna og fylgjenda sem sendur var á sunnudagskvöld var tilkynnt að fjáröflun væri hafin fyrir flutninga fjölskyldunnar til Íslands. Takmarkið var að safna 50 þúsund bandaríkjadölum á sólarhring.Sjá einnig: Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu „Ísland er afskekkt eyja. Það er margt sem þarf að flytja inn og þar er dýrt að búa. Því leitum við til ykkar til að styrkja ferðalag okkar til Íslands og ná settu markmiði,“ segir í kynningu hópfjármögnunarinnar. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Aðeins rúmum 10 klukkustundum síðar barst áskrifendum fréttabréfs rabbínans tölvupóstur þess efnis að takmarkinu væri náð. Ríflega 50 þúsund dalir höfðu safnast, eða sem nemur rúmum fimm milljónum króna. Og stóð í sem nemur sex milljónum króna þegar þessi frétt var skrifuð. Þegar markinu var náð var stefnan sett á að ná 90 þúsund dölum, en enn liggur ekki fyrir hvort það hafi náðst. Á hópfjármögnunarsíðunni Charidy.com má sjá að ótal framlög bárust með skilaboðum og heillaóskum um gott gengi á Íslandi. Hæsta framlagið til söfnunarinnar hljóðaði upp á fjögur þúsund dali, rúmar 400 þúsund krónur. Fyrirkomulag söfnunarinnar var þannig að hverju framlagi var mætt með mótframlagi frá stuðningsaðilum verkefnisins. Segjast verður að aðferðin við fjármögnun flutninganna sé nýstárleg og athyglisvert hversu skamman tíma tók að safna svo hárri fjárhæð.Sjá einnig: Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman hefur lýst því yfir að hann muni leggja sín lóð á vogarskálarnar við að berjast gegn umskurðarfrumvarpinu svokallaða sem leggur til bann við umskurði drengja nema í læknisfræðilegum tilgangi. Frumvarpið, sem var lagt fram í byrjun janúar, hefur kallað fram heitar umræður en ríflega 130 umsagnir bárust þinginu frá bæði öflugum stuðningsmönnum og andstæðingum þess víðs vegar að úr heiminum. Tímasetning tilkynningar um að rabbíninn hefði verið skipaður fyrir Ísland var því ekki tilviljun og kom í raun í mesta fárinu í þjóðfélagsumræðunni um það. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar mun allsherjar- og menntamálanefnd ekki hleypa umskurðarfrumvarpinu til þinglegrar meðferðar og vísa því til ríkisstjórnar. Frumvarpið umdeilda lifir því áfram, þó örlög þess og bannsins við umskurði séu enn óráðin. Avi rabbíni fagnaði þessum áfangasigri á dögunum, en nú er hann spenntur fyrir yfirvofandi flutningum. „Við erum auðmjúk og full þakklætis í garð allra sem opnuðu hjörtu sín og hjálpuðu okkur að láta Íslandsdrauminn verða að veruleika,“ segja Feldman-hjónin í tilkynningu er þau sendu frá sér þegar hinu háleita 50 þúsunda dala markmiði var náð.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38 Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. 12. febrúar 2018 07:48 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38
Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. 12. febrúar 2018 07:48