ÍA biður Guðrúnu afsökunar Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Guðrún Dögg lýsti í Fréttablaðinu vinnubrögðum ÍA-manna eftir að hún varð fyrir ofbeldi af hálfu eins liðsmanna félagsins. Vísir/Sigtryggur Magnús Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið þegar á árinu 2014 hafa horfst í augu við fortíðina og reynt sem allra best að draga lærdóm af því sem betur mátti fara í ofbeldismáli leikmanns félagsins, Marks Doninger, gegn kærustu hans Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur árið 2011. Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun. Niðurstaðan var að setja á fót sérstakt fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála. Guðrún Dögg sagði í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins sögu sína um ítrekað ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi þáverandi kærasta síns á meðan hann starfaði sem knattspyrnumaður hjá ÍA. Félagið breytti að hennar mati ekki rétt í málinu.Sjá einnig: Þórður segir að ÍA hafi reynt að losa sig við Mark eftir árásina „Við hjá ÍA fullyrðum að við munum vinna hlutina allt öðruvísi komi viðlíka mál upp hjá okkur í framtíðinni en auk þess hefur umræðan í samfélaginu haft þau áhrif að við eru almennt betur undirbúin að taka á erfiðum málum. Það skiptir miklu máli að taka svona mál alvarlega og að hvers konar ofbeldi, áreitni eða óæskileg hegðun verður alls ekki liðin hjá félaginu,“ segir Magnús.Hér sést Mark Doninger í búningi Stjörnunnar.Fram undan er vinna við að fræða starfsmenn og leikmenn. „Við höfum á síðustu mánuðum farið yfir okkar mál með Knattspyrnusambandi Íslands, Íþróttasambandi Íslands sem og Akraneskaupstað og á næstu vikum munum við fræða alla okkar starfsmenn og þjálfara um ofbeldi sem þetta í samvinnu við Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem sérhæfir sig í að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis,“ bætir Magnús við. Mark Doninger lék alls þrjátíu leiki fyrir ÍA árin 2011 og 2012. „Knattspyrnufélagið harmar framangreint mál og lítur það mjög alvarlegum augum en það reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt og ég vil fyrir hönd félagsins enn og aftur biðja Guðrúnu Dögg og fjölskyldu hennar afsökunar. Stefna okkar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilega háttsemi er skýr og við munum fylgja henni í framtíðinni,“ undirstrikar Magnús. Úr Hæstaréttardómi yfir Mark Doninger „Fyrir líkamsárás á […], aðfaranótt sunnudagsins 22. maí 2011, á skemmtistaðnum [...] með því að hafa kýlt [...] einu hnefahöggi með krepptum hnefa í andlitið á vinstri kjálkann þannig að hún féll niður á „poolborð“ sem hún sat á, og fyrir að hafa gert atlögu að henni fyrir utan skemmtistaðinn stuttu síðar, með því að henda henni í götuna, rífa í hár hennar og ýta henni ítrekað niður er hún reyndi að reisa sig við, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á kjálkabeini vinstra megin, mar og yfirborðsáverka á hné og fótlegg og tognun á ökkla.“ [...] „Fyrir líkamsárás á [...], aðfaranótt sunnudagsins 30. október 2011, á heimili ákærða [...] með því að hafa ráðist á […], dregið hana á hárinu inn í svefnherbergi þar sem hann henti henni upp í rúm, settist ofan á hana og sló hana utan undir, tók um munn hennar og nef með þeim afleiðingum að hún átti erfitt með andadrátt og að því loknu skallað hana í andlitið þannig að enni hans lenti á munni hennar allt með þeim afleiðingum að hún hlaut yfirborðsáverka í andliti og á hálsi og að báðar varir hennar sprungu þannig að úr blæddi.“ Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Knattspyrnustjórn ÍA harmar mál Guðrúnar Daggar og sendi henni afsökunarbeiðni Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sagði frá ofbeldi Mark Doninger í einlægu viðtali í dag. 5. maí 2018 13:25 Þórður segir að ÍA hafi reynt að losa sig við Mark eftir árásina Þórður Þórðarson fyrrum þjálfari ÍA rifjar upp mál Mark Doninger. 5. maí 2018 15:15 Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Magnús Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir félagið þegar á árinu 2014 hafa horfst í augu við fortíðina og reynt sem allra best að draga lærdóm af því sem betur mátti fara í ofbeldismáli leikmanns félagsins, Marks Doninger, gegn kærustu hans Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur árið 2011. Til að læra af erfiðri reynslu var í framhaldinu sett af stað vinna á vegum félagsins við að útbúa viðbragðsáætlun. Niðurstaðan var að setja á fót sérstakt fagráð sem hefur það meginhlutverk að vera álitsgjafi vegna alvarlegra agavandamála. Guðrún Dögg sagði í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins sögu sína um ítrekað ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi þáverandi kærasta síns á meðan hann starfaði sem knattspyrnumaður hjá ÍA. Félagið breytti að hennar mati ekki rétt í málinu.Sjá einnig: Þórður segir að ÍA hafi reynt að losa sig við Mark eftir árásina „Við hjá ÍA fullyrðum að við munum vinna hlutina allt öðruvísi komi viðlíka mál upp hjá okkur í framtíðinni en auk þess hefur umræðan í samfélaginu haft þau áhrif að við eru almennt betur undirbúin að taka á erfiðum málum. Það skiptir miklu máli að taka svona mál alvarlega og að hvers konar ofbeldi, áreitni eða óæskileg hegðun verður alls ekki liðin hjá félaginu,“ segir Magnús.Hér sést Mark Doninger í búningi Stjörnunnar.Fram undan er vinna við að fræða starfsmenn og leikmenn. „Við höfum á síðustu mánuðum farið yfir okkar mál með Knattspyrnusambandi Íslands, Íþróttasambandi Íslands sem og Akraneskaupstað og á næstu vikum munum við fræða alla okkar starfsmenn og þjálfara um ofbeldi sem þetta í samvinnu við Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem sérhæfir sig í að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis,“ bætir Magnús við. Mark Doninger lék alls þrjátíu leiki fyrir ÍA árin 2011 og 2012. „Knattspyrnufélagið harmar framangreint mál og lítur það mjög alvarlegum augum en það reyndist öllum sem að því komu mjög viðkvæmt og erfitt og ég vil fyrir hönd félagsins enn og aftur biðja Guðrúnu Dögg og fjölskyldu hennar afsökunar. Stefna okkar gegn einelti, kynferðislegri áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilega háttsemi er skýr og við munum fylgja henni í framtíðinni,“ undirstrikar Magnús. Úr Hæstaréttardómi yfir Mark Doninger „Fyrir líkamsárás á […], aðfaranótt sunnudagsins 22. maí 2011, á skemmtistaðnum [...] með því að hafa kýlt [...] einu hnefahöggi með krepptum hnefa í andlitið á vinstri kjálkann þannig að hún féll niður á „poolborð“ sem hún sat á, og fyrir að hafa gert atlögu að henni fyrir utan skemmtistaðinn stuttu síðar, með því að henda henni í götuna, rífa í hár hennar og ýta henni ítrekað niður er hún reyndi að reisa sig við, með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu á kjálkabeini vinstra megin, mar og yfirborðsáverka á hné og fótlegg og tognun á ökkla.“ [...] „Fyrir líkamsárás á [...], aðfaranótt sunnudagsins 30. október 2011, á heimili ákærða [...] með því að hafa ráðist á […], dregið hana á hárinu inn í svefnherbergi þar sem hann henti henni upp í rúm, settist ofan á hana og sló hana utan undir, tók um munn hennar og nef með þeim afleiðingum að hún átti erfitt með andadrátt og að því loknu skallað hana í andlitið þannig að enni hans lenti á munni hennar allt með þeim afleiðingum að hún hlaut yfirborðsáverka í andliti og á hálsi og að báðar varir hennar sprungu þannig að úr blæddi.“
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Knattspyrnustjórn ÍA harmar mál Guðrúnar Daggar og sendi henni afsökunarbeiðni Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sagði frá ofbeldi Mark Doninger í einlægu viðtali í dag. 5. maí 2018 13:25 Þórður segir að ÍA hafi reynt að losa sig við Mark eftir árásina Þórður Þórðarson fyrrum þjálfari ÍA rifjar upp mál Mark Doninger. 5. maí 2018 15:15 Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Knattspyrnustjórn ÍA harmar mál Guðrúnar Daggar og sendi henni afsökunarbeiðni Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sagði frá ofbeldi Mark Doninger í einlægu viðtali í dag. 5. maí 2018 13:25
Þórður segir að ÍA hafi reynt að losa sig við Mark eftir árásina Þórður Þórðarson fyrrum þjálfari ÍA rifjar upp mál Mark Doninger. 5. maí 2018 15:15
Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. 5. maí 2018 07:00