Útrýmum kynbundnum launamun Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun