Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 08:53 Dýralæknar þurfa að geta tjáð sig á íslensku. Vísir/Stefán Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanni Alþingis, sem birtist á vef embættisins í morgun. Forsaga málsins er sú að Dýralæknafélag Íslands kvartaði til umboðsmanns yfir því að Matvælastofnun hefði um skeið ráðið til starfa dýralækna í eftirlitsstörf sem ekki hefðu vald á íslensku og þær skýrslur og athugasemdir sem þeir hefðu beint til eftirlitsskylda aðila hefðu verið á ensku. Fram kemur í álitinu að Dýralæknafélagið hafi vísað til þess í kvörtun sinni að í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr væri gerð krafa um að dýralæknar sem störfuðu í opinberri þjónustu skyldu hafa vald á íslenskri tungu. Umboðsmaður féllst á þessi sjónarmið og og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að gera ráðstafanir til að starfshættir Matvælastofnunar yrðu framvegis í samræmi við lagaákvæði sem gera kröfu um kunnáttu dýralækna í íslensku - sem og þá kröfu laga að íslenska væri mál stjórnsýslunnar hér á landi. Embættið féllst hins vegar ekki á þau sjónarmið stofnunarinnar og ráðuneytisins að um neyðarráðstöfun hefði verið að ræða þar sem ekki hefði verið kostur á að ráða dýralækna sem hefðu vald á íslensku. „Umboðsmaður tók fram að þar sem stjórnvöld hefðu ekki í málinu vísað til reglna um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hefði athugun hans ekki beinst að hugsanlegri þýðingu þeirra við ráðningu umræddra starfsmanna,“ segir jafnframt í álitinu sem nálgast má með því að smella hér. Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanni Alþingis, sem birtist á vef embættisins í morgun. Forsaga málsins er sú að Dýralæknafélag Íslands kvartaði til umboðsmanns yfir því að Matvælastofnun hefði um skeið ráðið til starfa dýralækna í eftirlitsstörf sem ekki hefðu vald á íslensku og þær skýrslur og athugasemdir sem þeir hefðu beint til eftirlitsskylda aðila hefðu verið á ensku. Fram kemur í álitinu að Dýralæknafélagið hafi vísað til þess í kvörtun sinni að í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr væri gerð krafa um að dýralæknar sem störfuðu í opinberri þjónustu skyldu hafa vald á íslenskri tungu. Umboðsmaður féllst á þessi sjónarmið og og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að gera ráðstafanir til að starfshættir Matvælastofnunar yrðu framvegis í samræmi við lagaákvæði sem gera kröfu um kunnáttu dýralækna í íslensku - sem og þá kröfu laga að íslenska væri mál stjórnsýslunnar hér á landi. Embættið féllst hins vegar ekki á þau sjónarmið stofnunarinnar og ráðuneytisins að um neyðarráðstöfun hefði verið að ræða þar sem ekki hefði verið kostur á að ráða dýralækna sem hefðu vald á íslensku. „Umboðsmaður tók fram að þar sem stjórnvöld hefðu ekki í málinu vísað til reglna um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hefði athugun hans ekki beinst að hugsanlegri þýðingu þeirra við ráðningu umræddra starfsmanna,“ segir jafnframt í álitinu sem nálgast má með því að smella hér.
Dýr Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira