Sannfærður um að Trump segi af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 07:47 Michael Avenatti ásamt skjólstæðingi sínum, Stormy Daniels. Vísir/ap Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. „Hann mun að lokum verða neyddur til að segja af sér,“ segir Michael Avenatti í samtali við Guardian. Avenatti ver hagsmuni Daniels en hún segist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, greiddi Daniels síðan 130 þúsund dali til að þegja um málið. „Ég veit ekki hvernig hann mun spila brotthvarfið, en ég trúi því innilega að það muni koma fram of mörg sönnunargögn um syndir hans, sem og þeirra í kringum hann, og það verði til þess að hann muni ekki þrauka allt kjörtímabilið,“ segir Avenatti. Hann telur þó ekki að bandaríska þingið muni víkja Trump úr embætti. Annars konar þrýstingur muni leiða til þess að hann hrökklist úr embætti fyrir árið 2021, þegar kjörtímabilinu lýkur. Cohen, lögmaður forsetans, sætir nú rannsókn vegna fyrrnefndrar greiðslu til Daniels. Greiðslan átti sér stað skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og telja gagnrýnendur að þögn Daniels kunni að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Það teljist til óeðlilegrar íhlutunar og er ólöglegt.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Daniels hefur jafnframt kært Cohen og Trump fyrir meiðyrði. Þá er hún jafnframt að reyna að komast undan fyrrnefndu þagnarsamkomulagi á þeim forsendum að Trump skrifaði sjálfur aldrei undir það. „Við erum rétt aðeins búinn að snerta toppinn á ísjakanum í þessu máli,“ segir Avenatti. „Ég er handviss um það. Það mun koma fram heill haugur af sönnunargögnum og þegar þau hafa verið lögð fyrir bandarísku þjóðina mun hún fyllast ógeði vegna gjörða Trump og Cohen. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar.“Trump hefur ætíð neitað að hafa haft samræði við Daniels. Um borð í forsetaflugvélinni í apríl síðastliðnum neitaði hann einnig að hafa vitað af greiðslunni til leikkonunnar. Það fór hins vegar allt til fjandans á miðvikudaginn síðastliðinn þegar Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, sagði að Trump hafi ekki aðeins vitað af greiðslunni heldur jafnframt endurgreitt Cohen kostnaðinn.Á tveimur sólarhringum fór forsetann frá því að taka undir með Giuliani en skipti svo um skoðun og sagði lögmanni sínum að kynna sér gögn málsins betur. Á sama tíma hafa ráðgjafar forsetans haldið því statt og stöðugt fram að Daniels og Trump hafi aldrei sofið saman. Avenatti setur spurningarmerki við ákvörðun Trump um að fá Giuliani með sér í lið. „Rudy var einu sinni frábær lögmaður en hann er kominn af léttasta skeiði - eins og yfirlýsingar hans fyrir helgi bera með sér. Hann hlýtur að vera ringlaður.“Viðtal Guardian við Avenatti má nálgast í heild sinni hér. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. „Hann mun að lokum verða neyddur til að segja af sér,“ segir Michael Avenatti í samtali við Guardian. Avenatti ver hagsmuni Daniels en hún segist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, greiddi Daniels síðan 130 þúsund dali til að þegja um málið. „Ég veit ekki hvernig hann mun spila brotthvarfið, en ég trúi því innilega að það muni koma fram of mörg sönnunargögn um syndir hans, sem og þeirra í kringum hann, og það verði til þess að hann muni ekki þrauka allt kjörtímabilið,“ segir Avenatti. Hann telur þó ekki að bandaríska þingið muni víkja Trump úr embætti. Annars konar þrýstingur muni leiða til þess að hann hrökklist úr embætti fyrir árið 2021, þegar kjörtímabilinu lýkur. Cohen, lögmaður forsetans, sætir nú rannsókn vegna fyrrnefndrar greiðslu til Daniels. Greiðslan átti sér stað skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og telja gagnrýnendur að þögn Daniels kunni að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Það teljist til óeðlilegrar íhlutunar og er ólöglegt.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Daniels hefur jafnframt kært Cohen og Trump fyrir meiðyrði. Þá er hún jafnframt að reyna að komast undan fyrrnefndu þagnarsamkomulagi á þeim forsendum að Trump skrifaði sjálfur aldrei undir það. „Við erum rétt aðeins búinn að snerta toppinn á ísjakanum í þessu máli,“ segir Avenatti. „Ég er handviss um það. Það mun koma fram heill haugur af sönnunargögnum og þegar þau hafa verið lögð fyrir bandarísku þjóðina mun hún fyllast ógeði vegna gjörða Trump og Cohen. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar.“Trump hefur ætíð neitað að hafa haft samræði við Daniels. Um borð í forsetaflugvélinni í apríl síðastliðnum neitaði hann einnig að hafa vitað af greiðslunni til leikkonunnar. Það fór hins vegar allt til fjandans á miðvikudaginn síðastliðinn þegar Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, sagði að Trump hafi ekki aðeins vitað af greiðslunni heldur jafnframt endurgreitt Cohen kostnaðinn.Á tveimur sólarhringum fór forsetann frá því að taka undir með Giuliani en skipti svo um skoðun og sagði lögmanni sínum að kynna sér gögn málsins betur. Á sama tíma hafa ráðgjafar forsetans haldið því statt og stöðugt fram að Daniels og Trump hafi aldrei sofið saman. Avenatti setur spurningarmerki við ákvörðun Trump um að fá Giuliani með sér í lið. „Rudy var einu sinni frábær lögmaður en hann er kominn af léttasta skeiði - eins og yfirlýsingar hans fyrir helgi bera með sér. Hann hlýtur að vera ringlaður.“Viðtal Guardian við Avenatti má nálgast í heild sinni hér.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48