Guðni og Mary í góðu stuði í Seattle Benedikt Bóas skrifar 7. maí 2018 06:00 Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, Mary, Guðni Th. og Eliza brostu sínu breiðasta. Í bakgrunni má sjá Geir Haarde. NordicPhotos/Getty Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live
Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira