Gufurnar Lára G. Sigurðardóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar