Nú er lag Lilja! Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2018 14:03 Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar