Nú er lag Lilja! Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2018 14:03 Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Frú menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir. Mig langar til að byrja á að segja þér, hve vel mér leist á þig þegar þú tókst við embætti menntamálaráðherra. Þú varst jákvæð, hugsaðir stórt varðandi þinn málaflokk og varst stóryrt um allt sem þú vildir gera málaflokknum í hag. Þér hefur á þeim tímapunkti, eflaust brugðið mjög við lestur síðustu Pisa könnunar um hnignandi færni íslenskra ungmenna í lesskilningi og öðru sem einkennir góðan menntunarstaðal þjóðar. Ég heyrði þig margoft segja í viðtölum sem tekin voru við þig, að velferð hverrar þjóðar byggðist á góðu menntakerfi og því þyrfti að stórbæta kjör kennara. Eitthvað virðist mér nú innistaða orða þinna og yfirlýsinga hafa rýrnað miðað við það sem gengur á í kjaraviðræðum við kennara. Grunnskólakennarar eru nýbúnir að fella nýgerðan kjarasamning og útlit er fyrir að nýgerður kjarasamningur við framhaldsskólakennara verði felldur. Sterk og mikil undiralda er alla vega í þá átt. Mig langar því að spyrja þig hvort þú hafir talað fyrir bættum kjörum kennara við þitt samstarfslið í ríkisstjórn Íslands og bent þeim á sannleiksgildi orða þinna um að menntun sé hornsteinn velmegunarsamfélaga?! Ef svo er, hver er þá afstaða ríkisstjórnar Íslands til þessarra mála? Gera samráðherrar þínir í ríkisstjórn sér grein fyrir að þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag nema fyrir tilstilli kennara á mörgum stigum skólagöngunnar? Frú menntamálaráðherarra. Er það einlæg sannfæring þín, að nauðsyn sé á að bæta kjör kennara svo um munar eða var þetta bara eitthvað sem þér þótti við hæfi að segja þegar þú settist í stól menntamálaráðherra? Finnst þér að eigi að meta menntun til launa? Ég spyr þessarar seinni spurningar, vegna þess að ekki virðist heldur vera vilji hjá ríkisstjórn Íslands að meta ljósmæður að verðleikum eftir 6 ára nám. Það virðist sem hæstvirtur fjármálaráðherra sé ansi mikið á bremsunni varðandi launahækkanir hins almenna launþega, á meðan Kjararáð skammtar efsta lagi samfélagsins, þar á meðal ráðherrum, alþingismönnum og æðstu stjórnendum ríkisfyrirtækja, ansi vel úr hnefa, jafnvel ofurlaun ! Þetta getur hinn almenni launþegi ekki liðið lengur, honum er hreinlega ögrað með þessum aðgerðum! Hinn almenni launþegi veit nefnilega, hverjir skipa í Kjararáð og marka línur varðandi ákvarðanir sem þar eru teknar. Sú mynd blasir skýr við öllum hugsandi mönnum! Er það virkilega svo, að fagráðherrar séu bara strengjabrúður fjármálaráðherra og að hann stjórni þeim með ægivaldi þannig að faglegur málflutningur þeirra þurfi að láta í minni pokann fyrir ofríki hans? Er sagan um traust á íslenskum stjórnmálamönnum enn einu sinni að endurtaka sig þegar kjósendur horfa á lýðræðislega kosna stjórnmálamenn ganga á bak yfirlýsinga sinna og loforða? Ég vona að svo sé ekki og skora því á þig sem varst með svo fögur fyrirheit þínum málaflokki í hag, í upphafi ferils þíns sem menntamálaráðherra, að standa við stóru orðin og endurreisa íslenskt menntakerfi úr öskustónni með því m.a. að beita þér til að á kjörum kennara verði sú nauðsynlega breyting sem til þarf! Með góðri kveðju, Sumarrós Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar