Vætutíð leysir af kulda sem gæti ógnað gróðri Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 11:00 Kirkjugarðar Reykjavíkur eru á meðal fallegustu skrúðgarða landsins, enda vaskur hópur manna sem starfar þar. Miðað við veðurspána fram undan gætu þeir þurft að bregða sér í regngalla næstu daga. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda