Trump er víða Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:00 Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar