Af hverju talar enginn um félagsmiðstöðvarnar? Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2018 06:39 Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun