Twitter hvetur notendur til að skipta um lykilorð Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 06:02 Skráðir notendur Twitter eru um 330 milljónir talsins. Vísir/Getty Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum. Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið. Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði. Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita. Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.We recently discovered a bug where account passwords were being written to an internal log before completing a masking/hashing process. We've fixed, see no indication of breach or misuse, and believe it's important for us to be open about this internal defect. https://t.co/BJezo7Gk00— jack (@jack) May 3, 2018
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira