Sagan af djúsinum dýra Þórlindur Kjartansson skrifar 4. maí 2018 07:00 Þegar verkfræðingarnir og uppfinningafólkið í Kísildalnum í Kaliforníu fá snjalla hugmynd þá þarf gjarnan að byrja á því að afla fjármagns. Fjárfestingarfyrirtækin fá tugi og hundruð kynninga á hverjum degi. Flestar þeirra lenda beint í ruslinu, en þær allra bestu eru grannskoðaðar eftir öllum kúnstarinnar reglum. Hvert einasta smáatriði er gaumgæft og gagnrýnt, og stór hópur greindra og gáfaðra sérfræðinga liggur yfir hugmyndunum vikum og mánuðum saman áður en tekin er ákvörðun um hvort styðja eigi frumkvöðlana. Um leið og einn nafntogaður fjárfestingarsjóður hefur samþykkt að fjárfesta í verkefni eða fyrirtæki þá má segja að allar dyr uppljúkist skyndilega. Frægustu fjárfestarnir búa yfir slíku segulmagni að um leið og einn þeirra ákveður að „veðja á“ hugmynd og frumkvöðul, þá raða allir hinir sér upp í biðröð til þess að dæla sínu eigin fjármagni í sama farveg.Djúsí hugmynd Þetta fattaði Doug Evans. Evans hafði lengi verið mikill áhugamaður um ávaxtasafa. Svo mikill að hann stofnaði fyrir nokkrum árum fyrirtæki sem framleiddi hinn fullkomna ávaxtasafa. Djúsinn gerði hann úr 100% lífrænum efnum; það gat ekki verið öðruvísi því Doug finnur það strax á bragðinu ef svo mikið sem ein ólífræn appelsínuarða villist ofan í safann hans. Hann er líka veganisti og gengur um í hampklæðnaði. Og svo er hann hugsjónamaður sem vildi helst ekki græða á hugsjónastarfinu þannig að hann missti fljótlega stjórn á rekstrinum og lenti í slíkum vandræðum að hann þurfti að selja reksturinn á slikk. En Doug var ekki af baki dottinn. Hann var með hugmynd—og hugmyndin var Juicero; nettengd djúsvél sem framkallaði svo mikinn þrýsting að það hefði verið hægt að pakka þýskum fólksbíl í frumeindir sínar ef hann kæmist inn í vélina. Þannig—og aðeins þannig—var hægt að framkalla í neysluhæfu formi hinn fullkomna ávaxtadjús. Kaliforníudraumur Doug flutti til Kaliforníu og settist að í verslunarmiðstöð á Sand Hill Road, þar sem frægustu fjárfestingarsjóðirnir eru með skrifstofur. Þar predikaði hann boðskap sinn og það þurfti bara einn að bíta á agnið. Og þvílíkur stórlax sem beit. Einn meðeigandi Kleiner Perkins Caulfield & Byers tók að trúa á djúsinn og þambaði hugmyndina hráa eins og lífrænan granateplasafa. Og fyrst hugmyndin var nógu góð fyrir Kleiner Perkins þá hlaut hún að vera nógu góð fyrir aðra fjárfesta í hverfinu. Hver heilvita maður hlaut að sjá tækifærið—allir hlutu að vera sammála um það. Fyrst voru settar 16,5 milljónir dala í áframhaldandi þróun á hugmyndinni og vörunni. Það dugði skammt því nokkrum misserum seinna dældu hinir þolinmóðu og djúsþyrstu fjárfestar 70 milljón dölum til viðbótar ofan í blandarann. Og eftir því sem hugmyndin át meiri peninga, þeim mun sannfærðari urðu fjármálamennirnir. Tækifærið var of gott til að láta það líða fyrir fjárskort þannig að þeir nurluðu saman 28 milljónum til viðbótar. Í þetta ævintýri fóru sem sagt meira en 11 milljarðar íslenskra króna. Flókinn djús Og enginn bilaði í trúnni, þótt sumir hafi kannski bilast í henni. Allir þessir peningar voru notaðir til þess að smíða það sem hlýtur að vera háþróaðasta heimilistæki veraldarsögunnar. Samkvæmt lýsingum framleiðandans er djúsvélin gerð úr þvílíkum hágæðaefnum að ætla mætti að þeim væri ætlað að standast álag geimferðar frekar en djúsgerðar. Einn fjárfestirinn, sem hafði líka fjárfest í sjálfkeyrandi bílum sagði við New York Times að Juicero væri flóknasta fyrirbæri sem hann hefði komist í tæri við. Djúsinn sjálfur var bara toppurinn á ísjakanum. Tilgangur vélarinnar er að kreista sérstaka ávaxtapoka sem innihéldu listilega niðurskorna lífræna hágæðaávexti—en til þess að ná réttu bragði og áferð þurfti vélin að framkalla gríðarlegan þrýsting. Og ekki nóg með það. Innan í vélinni er nettengdur strikamerkjalesari sem sendir skilaboð á miðlægan gagnagrunn og kemur í veg fyrir að útrunnir eða skemmdir djúspokar verði kreistir í safann. Og til þess að vernda hagsmuni djúsdrykkjumannsins býr Juicero yfir þeim bráðnauðsynlega öryggisventli að ómögulegt er að kveikja á vélinni ef internetið á heimilinu liggur niðri. Þvílík þægindi. Tilgangslausa tækniundrið Og verðið. Maður minn, minnstu ekki á það. Hvað værir þú, lesandi góður, tilbúinn til þess að borga fyrir nettengt tæki sem kreistir lífrænan djús ofan í glas með þrýstingi sem gæti framkallað demant úr kolamola og tryggir þar að auki að djúsinn sé aldrei súr? 700 þúsund? Milljón? Tvær? Nei—ekki aldeilis. Juicero var sett á markað fyrir skitna 699 Bandaríkjadali—ríflega sjötíu þúsund íslenskar krónur. En svo komust blaðamenn í málið og einn þeirra álpaðist til þess að prófa að kreista djúspokann með höndunum í staðinn fyrir að setja hann ofan í djúsvélina dýru—og í ljós kom að meiri kraftur var í vélritunarputtum blaðamannsins heldur en hinu flókna og kraftmikla heimilistæki. Eftir það sannfærðust allir umsvifalaust um að Juicero hafi alls ekki verið frábær hugmynd heldur einmitt alveg ömurleg, eins og hver heilvita maður hlaut að hafa séð strax í upphafi. Og allir voru sammála um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Þegar verkfræðingarnir og uppfinningafólkið í Kísildalnum í Kaliforníu fá snjalla hugmynd þá þarf gjarnan að byrja á því að afla fjármagns. Fjárfestingarfyrirtækin fá tugi og hundruð kynninga á hverjum degi. Flestar þeirra lenda beint í ruslinu, en þær allra bestu eru grannskoðaðar eftir öllum kúnstarinnar reglum. Hvert einasta smáatriði er gaumgæft og gagnrýnt, og stór hópur greindra og gáfaðra sérfræðinga liggur yfir hugmyndunum vikum og mánuðum saman áður en tekin er ákvörðun um hvort styðja eigi frumkvöðlana. Um leið og einn nafntogaður fjárfestingarsjóður hefur samþykkt að fjárfesta í verkefni eða fyrirtæki þá má segja að allar dyr uppljúkist skyndilega. Frægustu fjárfestarnir búa yfir slíku segulmagni að um leið og einn þeirra ákveður að „veðja á“ hugmynd og frumkvöðul, þá raða allir hinir sér upp í biðröð til þess að dæla sínu eigin fjármagni í sama farveg.Djúsí hugmynd Þetta fattaði Doug Evans. Evans hafði lengi verið mikill áhugamaður um ávaxtasafa. Svo mikill að hann stofnaði fyrir nokkrum árum fyrirtæki sem framleiddi hinn fullkomna ávaxtasafa. Djúsinn gerði hann úr 100% lífrænum efnum; það gat ekki verið öðruvísi því Doug finnur það strax á bragðinu ef svo mikið sem ein ólífræn appelsínuarða villist ofan í safann hans. Hann er líka veganisti og gengur um í hampklæðnaði. Og svo er hann hugsjónamaður sem vildi helst ekki græða á hugsjónastarfinu þannig að hann missti fljótlega stjórn á rekstrinum og lenti í slíkum vandræðum að hann þurfti að selja reksturinn á slikk. En Doug var ekki af baki dottinn. Hann var með hugmynd—og hugmyndin var Juicero; nettengd djúsvél sem framkallaði svo mikinn þrýsting að það hefði verið hægt að pakka þýskum fólksbíl í frumeindir sínar ef hann kæmist inn í vélina. Þannig—og aðeins þannig—var hægt að framkalla í neysluhæfu formi hinn fullkomna ávaxtadjús. Kaliforníudraumur Doug flutti til Kaliforníu og settist að í verslunarmiðstöð á Sand Hill Road, þar sem frægustu fjárfestingarsjóðirnir eru með skrifstofur. Þar predikaði hann boðskap sinn og það þurfti bara einn að bíta á agnið. Og þvílíkur stórlax sem beit. Einn meðeigandi Kleiner Perkins Caulfield & Byers tók að trúa á djúsinn og þambaði hugmyndina hráa eins og lífrænan granateplasafa. Og fyrst hugmyndin var nógu góð fyrir Kleiner Perkins þá hlaut hún að vera nógu góð fyrir aðra fjárfesta í hverfinu. Hver heilvita maður hlaut að sjá tækifærið—allir hlutu að vera sammála um það. Fyrst voru settar 16,5 milljónir dala í áframhaldandi þróun á hugmyndinni og vörunni. Það dugði skammt því nokkrum misserum seinna dældu hinir þolinmóðu og djúsþyrstu fjárfestar 70 milljón dölum til viðbótar ofan í blandarann. Og eftir því sem hugmyndin át meiri peninga, þeim mun sannfærðari urðu fjármálamennirnir. Tækifærið var of gott til að láta það líða fyrir fjárskort þannig að þeir nurluðu saman 28 milljónum til viðbótar. Í þetta ævintýri fóru sem sagt meira en 11 milljarðar íslenskra króna. Flókinn djús Og enginn bilaði í trúnni, þótt sumir hafi kannski bilast í henni. Allir þessir peningar voru notaðir til þess að smíða það sem hlýtur að vera háþróaðasta heimilistæki veraldarsögunnar. Samkvæmt lýsingum framleiðandans er djúsvélin gerð úr þvílíkum hágæðaefnum að ætla mætti að þeim væri ætlað að standast álag geimferðar frekar en djúsgerðar. Einn fjárfestirinn, sem hafði líka fjárfest í sjálfkeyrandi bílum sagði við New York Times að Juicero væri flóknasta fyrirbæri sem hann hefði komist í tæri við. Djúsinn sjálfur var bara toppurinn á ísjakanum. Tilgangur vélarinnar er að kreista sérstaka ávaxtapoka sem innihéldu listilega niðurskorna lífræna hágæðaávexti—en til þess að ná réttu bragði og áferð þurfti vélin að framkalla gríðarlegan þrýsting. Og ekki nóg með það. Innan í vélinni er nettengdur strikamerkjalesari sem sendir skilaboð á miðlægan gagnagrunn og kemur í veg fyrir að útrunnir eða skemmdir djúspokar verði kreistir í safann. Og til þess að vernda hagsmuni djúsdrykkjumannsins býr Juicero yfir þeim bráðnauðsynlega öryggisventli að ómögulegt er að kveikja á vélinni ef internetið á heimilinu liggur niðri. Þvílík þægindi. Tilgangslausa tækniundrið Og verðið. Maður minn, minnstu ekki á það. Hvað værir þú, lesandi góður, tilbúinn til þess að borga fyrir nettengt tæki sem kreistir lífrænan djús ofan í glas með þrýstingi sem gæti framkallað demant úr kolamola og tryggir þar að auki að djúsinn sé aldrei súr? 700 þúsund? Milljón? Tvær? Nei—ekki aldeilis. Juicero var sett á markað fyrir skitna 699 Bandaríkjadali—ríflega sjötíu þúsund íslenskar krónur. En svo komust blaðamenn í málið og einn þeirra álpaðist til þess að prófa að kreista djúspokann með höndunum í staðinn fyrir að setja hann ofan í djúsvélina dýru—og í ljós kom að meiri kraftur var í vélritunarputtum blaðamannsins heldur en hinu flókna og kraftmikla heimilistæki. Eftir það sannfærðust allir umsvifalaust um að Juicero hafi alls ekki verið frábær hugmynd heldur einmitt alveg ömurleg, eins og hver heilvita maður hlaut að hafa séð strax í upphafi. Og allir voru sammála um það.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun