Erlent

Segja Kínverja reyna að blinda bandaríska herflugmenn með lasergeislum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Orðið laser er skammstöfun fyrir light amplification by stimulated emission of radiation
Orðið laser er skammstöfun fyrir light amplification by stimulated emission of radiation Jeff Keyzer/Wikimedia Commons
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent formlega viðvörun til kínverskra yfirvalda vegna lasergeisla sem hafa blindað bandaríska flugmenn í aðflugi við herstöð í Afríkuríkinu Djibouti. Tveir flugmenn eru sagðir hafa hlotið minniháttar meiðsl í einu tilviki og flugöryggi hafi ítrekað verið stefnt í hættu.



Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að geislarnir séu öflugir, þeir hafi komið frá kínverskri herstöð í Djibouti og beinst gegn bandarískum herflugvélum á svæðinu. Þetta hafi gerst allt að tíu sinnum síðustu mánuði.



Bandaríska herstöðin Camp Lemonnier í Djibouti, sem hýsir um fjögur þúsund hermenn, er eina varanlega herstöð Bandaríkjamanna í Afríku. Þaðan hafa þeir gert loftárásir á Sómalíu og Jemen. Kínverjar reka herstöð í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá Camp Lemonnier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×