Aron: „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 09:03 „Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
„Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42
Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05