Aron: „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 09:03 „Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
„Fyrst þá meiðist ég á ökkla. Ég stíg vitlaust í hann og átta mig á því að ég væri illa tognaður og sparka boltanum út af. Stend upp í smá panikki og þá er ég greinilega búinn að læsa sjálfan mig í hnénu og fæ smá hnykk á hnéið.“ Þannig lýsir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson því sem gerðist þegar hann meiddist í leik með Cardiff City gegn Hull City í ensku 1. deildinni um síðustu helgi í viðtali á Brennslunni á FM957 í morgun. „Þá veit ég að þetta er smá alvarlegt. Svo er ég að labba inn í klefa og átta mig á því hvað hafi gerst, þetta var nokkurn vegin martröðin.“ „Á sunnudeginum fer ég í skanna á hægra hnénu og svo á vinstri ökkla. Á meðan ég er í skanna á ökklanum þá veit ég að fólkið frammi; tveir læknar, sjúkraþjálfari og Kristbjörg [kona Arons Einars] eru þarna að bíða og ég átta mig á því að um leið og ég labba út þá á ég eftir að sjá andlitið á þeim og vita hvort það sé von eða ekki.“ „Fyrsta sem ég sé er að Kristbjörg brosir og þá brotna ég alveg niður og átta mig á því að það er allavega smá von.“ Aron segir hugann hafa farið til heimsmeistaramótsins um leið og hann labbaði út af vellinum á laugardaginn. Á morgun eru sex vikur í að HM í Rússlandi hefjist. „Þegar skurðlæknirinn er jákvæður á því að þú náir HM þá áttu von. Ef það eru einhverjir sem eru neikvæðir gæjar þá eru það þeir, vilja alltaf hafa lengri tíma en á að vera.“ „Ég er mjög jákvæður og ætla mér þangað.“ „Sem betur fer er ég oftast snöggur að jafna mig á meiðslum. Það hefur spilað svolítið inni með hausinn, hugarfarið, að vita það að ég er fljótur að ná mér af meiðslum.“ Allt viðtalið við Aron Einar má heyra í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42
Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05