Brostin undirstaða Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum áratug hafa orðið meiri breytingar á ytra umhverfi íslensks máls en nokkru sinni áður í málsögunni. Sumar þeirra eru samfélagslegar, svo sem sprenging í fjölda erlendra ferðamanna, mikil fjölgun erlendra starfsmanna í ýmiss konar þjónustustörfum, og alþjóðavæðingin sem hefur áhrif á viðhorf ungs fólks til tungumálsins. Aðrar eru tæknilegar, einkum tilkoma snjallsíma sem sítengja fólk við erlendan menningarheim, efnisveitur eins og YouTube og Netflix þar sem fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að óþýddu erlendu afþreyingarefni, gagnvirkir tölvuleikir þar sem spilarar út um allan heim eru í samskiptum sín á milli á ensku, og síðast en ekki síst raddstýrð tæki eins og Amazon Alexa, Google Assistant og Microsoft Cortana sem eru komin inn á fjölda íslenskra heimila og fólk talar ensku við. Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni. Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung. Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi. Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun