Snjallborgin Reykjavík Dagur B. Eggertsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Í dag stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík í Hörpu. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að nýta tækni í þjónustu við íbúa borgarinnar. Við fengum framsæknar tillögur úr starfshópi um snjallborgina Reykjavík, höfum starfað mikið með Cisco um að Reykjavík verði tilraunasvæði snjallborgar, Vodafone er samstarfsaðili okkar um snjallvæðingu Klambratúns og við höfum gert samninga við fyrirtæki í velferðarmálum sem mun bæta þjónustu við eldri borgara með nýrri velferðartækni. Allt er þetta hluti af snjallborginni Reykjavík sem er nokkurs konar samheiti yfir nýjar hugmyndir á viðfangsefni í borgarrekstri.Aukin lífsgæði, betri þjónusta og tæknibreytingar Reykjavík starfar í nýstárlegu landslagi sífellt örari tækniframfara og samfélagsbreytinga sem umbylta viðteknum venjum og gömlum gildum. Þar er mikilvægt að muna að Reykjavík er líka staðsett í samkeppnisumhverfi norrænna og evrópskra borga sem keppast um að laða til sín fólk. Nýleg úttekt Norrænu ráðherranefndarinnar leiddi í ljós að Reykjavík er að hækka verulega í samkeppnishæfni og lífsgæðum samanborið við helstu svæði á Norðurlöndum. Ljósleiðaravæðingin Það sem gerir Reykjavík að einstökum stað til snjallborgarvæðingar er að nú þegar höfum við ljósleiðaravætt allt höfuðborgarsvæðið sem hefur skilað okkur í fremstu röð snjallborga. Við búum við græna orku, tæknilæsi hér er mikið og fólkið okkar er vel menntað. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátttökulýðræðis og Reykjavík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjallborg. Fólk frekar en tæki Á ráðstefnunni í Hörpu í dag gefst okkur tækifæri til að fá innsýn í snjallborgina Reykjavík og á hvaða leið við erum – en um leið heyra um það sem er efst á baugi í lausnum og framtíðarsýn á þau verkefni sem allar nútímaborgir eru að kljást við í dag.Höfundur er borgarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Kosningar 2018 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag stendur Reykjavíkurborg fyrir ráðstefnu um snjallborgina Reykjavík í Hörpu. Á undanförnum árum höfum við lagt mikla áherslu á að nýta tækni í þjónustu við íbúa borgarinnar. Við fengum framsæknar tillögur úr starfshópi um snjallborgina Reykjavík, höfum starfað mikið með Cisco um að Reykjavík verði tilraunasvæði snjallborgar, Vodafone er samstarfsaðili okkar um snjallvæðingu Klambratúns og við höfum gert samninga við fyrirtæki í velferðarmálum sem mun bæta þjónustu við eldri borgara með nýrri velferðartækni. Allt er þetta hluti af snjallborginni Reykjavík sem er nokkurs konar samheiti yfir nýjar hugmyndir á viðfangsefni í borgarrekstri.Aukin lífsgæði, betri þjónusta og tæknibreytingar Reykjavík starfar í nýstárlegu landslagi sífellt örari tækniframfara og samfélagsbreytinga sem umbylta viðteknum venjum og gömlum gildum. Þar er mikilvægt að muna að Reykjavík er líka staðsett í samkeppnisumhverfi norrænna og evrópskra borga sem keppast um að laða til sín fólk. Nýleg úttekt Norrænu ráðherranefndarinnar leiddi í ljós að Reykjavík er að hækka verulega í samkeppnishæfni og lífsgæðum samanborið við helstu svæði á Norðurlöndum. Ljósleiðaravæðingin Það sem gerir Reykjavík að einstökum stað til snjallborgarvæðingar er að nú þegar höfum við ljósleiðaravætt allt höfuðborgarsvæðið sem hefur skilað okkur í fremstu röð snjallborga. Við búum við græna orku, tæknilæsi hér er mikið og fólkið okkar er vel menntað. Reykjavík hefur náð árangri sem hefur vakið mikla athygli erlendis við þróun þátttökulýðræðis og Reykjavík hefur alla burði til að gera hið sama sem snjallborg. Fólk frekar en tæki Á ráðstefnunni í Hörpu í dag gefst okkur tækifæri til að fá innsýn í snjallborgina Reykjavík og á hvaða leið við erum – en um leið heyra um það sem er efst á baugi í lausnum og framtíðarsýn á þau verkefni sem allar nútímaborgir eru að kljást við í dag.Höfundur er borgarstjóri
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar