Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 10:27 Mikil reiði hefur brotist út á Facebookvegg Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fordæmd fortakslaust. Valdimar Ármann er forstjóri Gamma. Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður. Húsnæðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður.
Húsnæðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira