Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 07:40 Sitji saksóknarar og lögmenn Trump við sinn keip gæti spurningin um hvort að hægt sé að stefna forsetanum náð alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Vísir/AFP Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fullyrtu að honum bæri engin skylda til að ræða við saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á fundi þeirra í mars. Mueller á þá að hafa hótað því að stefna forsetanum til að bera vitni fyrir ákærudómstól ef hann neitaði að gefa skýrslu.Washington Post segir að fundurinn, sem fór fram 5. mars, hafi einkennst af mikilli spennu. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem möguleg stefna hafi verið nefnd á nafn. Þáverandi lögmaður Trump hafi brugðist illa við hótun Mueller um stefnu. „Þetta er ekki einhver leikur. Þú ert að rugla í störfum forseta Bandaríkjanna,“ er John Dowd, þáverandi aðallögmaður Trump, sagður hafa svarað Mueller. Hann hætti rúmri viku eftir fundinn. Í kjölfar fundarins eru saksóknarar Mueller sagðir hafa fallist á að láta lögmenn forsetans fá nánari upplýsingar um hvað þeir vildu ræða við Trump um. Út frá þeim upplýsingum hafi annar lögmaður Trump, Jay Sekulow, tekið saman lista um 49 spurninga sem hann taldi að saksóknararnir vildu spyrja Trump að. Mueller rannsakar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna árið 2016 og hvort að forsetinn hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar.Lögmaður Nixon gefur í skyn að lekinn hafi komið frá Trump New York Times sagði frá spurningalistanum á mánudag. Á honum er fjöldi spurninga sem virðist varða hvort að Trump hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang rannsóknarinnar með því að reka James Comey, þáverandi forseta alríkislögreglunnar FBI, en einnig um samskipti ráðgjafa hans við Rússa. Trump fordæmdi lekann á spurningunum í tísti í gær og sagði hann skammarlegan. John Dean, sem var lögmaður Richard Nixon þegar hann var Bandaríkjaforseti, gerði að því skóna að fulltrúar Trump hafi sjálfir lekið spurningalistanum. Hafi sú verið raunin gætu þeir hafa gerst sekir um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Tilgangurinn með lekanum gæti til dæmis verið að vara önnur vitni við hvers þau geti vænst frá Mueller. Deilt hefur verið um hvort að hægt sé að stefna Bandaríkjaforseta til að bera vitni. Dowd hélt þeirri kenningu hátt á lofti að forsetinn gæti aldrei gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar með því að reka embættismenn vegna þess að hann hefði óskorðað vald til að reka þá.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28 Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times. 1. maí 2018 11:28
Trump allt annað en sáttur vegna spurningalekans Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að það sé "til skammar“ að listi yfir spurningar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, vill spyrja forsetann að hafi verið lekið í fjölmiðla. 1. maí 2018 17:37