Innlent

Tafir vegna ó­happs við Sprengi­sand

Árni Sæberg skrifar
Óhappið varð við Sprengisand.
Óhappið varð við Sprengisand. Vísir

Talsverð umferðarteppa myndaðist á Reykjanesbraut við Sprengisand í suður vegna umferðaróhapps.

Vakthafandi varðstjóri hjá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að óhappið sé ekki á borði slökkviliðsins. Engir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang enda sé ekki talið að slys hafi orðið á fólki.

Að sögn sjónarvottar er mikil umferðarteppa á svæðinu þegar þessi frétt er skrifuð. Ekki liggur fyrir hvers eðlis umferðaróhappið var.

Fulltrúi Áreksturs.is er kominn á vettvang.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×