Hærri launakostnaður Icelandair áhyggjuefni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Vél Icelandair lendir á Heathrow. Vísir/Getty Launakostnaður Icelandair Group nam 113 milljónum dala, sem jafngildir um 11,4 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins og hækkaði um 31 prósent á milli ára. Er það umtalsvert meiri hækkun en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þróunin er áhyggjuefni að mati hagfræðideildar Landsbankans. „Launakostnaður í flugi er reyndar alþjóðlegt áhyggjuefni en Icelandair má síst við miklum hækkunum,“ segir í viðbrögðum sérfræðinga Landsbankans við uppgjöri ferðaþjónustufyrirtækisins sem birt var á mánudag. Sjá einnig: Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Rekstrarkostnaður Icelandair Group var 286 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 23 prósent á milli ára. Þar munaði mestu um hærri launa- og starfsmannakostnað. Hagfræðideild Landsbankans hafði spáð því að sá kostnaður yrði um 98 milljónir dala á tímabilinu, sem er í takt við spár fleiri greinenda, en hann reyndist hins vegar vera 113 milljónir dala, líkt og áður sagði. Benda sérfræðingar bankans á að útlit sé fyrir að launakostnaðurinn hækki um ríflega 100 milljónir dala á milli ára. Í afkomutilkynningu Icelandair Group er tekið fram að helmingur hækkunarinnar á launakostnaði skýrist af styrkingu íslensku krónunnar gagnvart dalnum, en nær allur launakostnaður samstæðunnar er í krónum. Þá hafi stöðugildum samstæðunnar fjölgað á tímabilinu og laun samkvæmt samningum hækkað. Fjölgun stöðugilda megi rekja til annars vegar fjölgunar áhafna vegna vaxtar félagsins og hins vegar til þess að ákveðið hafi verið að „vinna ákveðnu vinnu með eigin starfsmönnum í stað þess að kaupa þjónustuna af þriðja aðila“. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Launakostnaður Icelandair Group nam 113 milljónum dala, sem jafngildir um 11,4 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins og hækkaði um 31 prósent á milli ára. Er það umtalsvert meiri hækkun en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þróunin er áhyggjuefni að mati hagfræðideildar Landsbankans. „Launakostnaður í flugi er reyndar alþjóðlegt áhyggjuefni en Icelandair má síst við miklum hækkunum,“ segir í viðbrögðum sérfræðinga Landsbankans við uppgjöri ferðaþjónustufyrirtækisins sem birt var á mánudag. Sjá einnig: Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Rekstrarkostnaður Icelandair Group var 286 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 23 prósent á milli ára. Þar munaði mestu um hærri launa- og starfsmannakostnað. Hagfræðideild Landsbankans hafði spáð því að sá kostnaður yrði um 98 milljónir dala á tímabilinu, sem er í takt við spár fleiri greinenda, en hann reyndist hins vegar vera 113 milljónir dala, líkt og áður sagði. Benda sérfræðingar bankans á að útlit sé fyrir að launakostnaðurinn hækki um ríflega 100 milljónir dala á milli ára. Í afkomutilkynningu Icelandair Group er tekið fram að helmingur hækkunarinnar á launakostnaði skýrist af styrkingu íslensku krónunnar gagnvart dalnum, en nær allur launakostnaður samstæðunnar er í krónum. Þá hafi stöðugildum samstæðunnar fjölgað á tímabilinu og laun samkvæmt samningum hækkað. Fjölgun stöðugilda megi rekja til annars vegar fjölgunar áhafna vegna vaxtar félagsins og hins vegar til þess að ákveðið hafi verið að „vinna ákveðnu vinnu með eigin starfsmönnum í stað þess að kaupa þjónustuna af þriðja aðila“.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00